VANTRAUST UMHVERFISVERNDARFÓLKS.

Hluti skýringarinnar á fylgishruni Samfylkingarinnar og fylgisaukningu VG kann að liggja hjá umhverfisverndarfólki. Áður hefur Ingibjörg Sólrún rætt um vantraust kjósenda gagnvart þingflokknum. En hún sjálf er í þingflokknum og að mati umhverfsiverndarfólks brást hún hrapallega á örlagastundu þegar hún samþykkti Kárahnjúkavirkjun í ráðhúsi Reykjavíkur að viðstöddum þúsund andmælendum sem margir höfðu borið til hennar mikið traust fram að því.

Þrátt fyrir hina ágætu stefnuskrá Fagra Ísland er skiljanlegt að umhverfisverndarfólk eigi erfitt með að gleyma þessu, - sem og skyndilegum sinnaskiptum þingflokks Samfylkingarinnar 2001 - 2002. Það kann að vera skýring á að það halli sér frekar að vinstri grænum sem hafa staðið vaktina best.

Að vísu hafa nokkrir fullrúar Samfylkingarinnar staðið í ístaðinu, s. s. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Dofri Hermannsson. En þegar litið er til þess að samfylkingarfólk á Húsavík, í Skagafirði, Hafnarfirði og á Suðurnesjum er framarlega í flokki þeirra sem undirbúa ný álver sem þurfa munu alla virkjanlega orku á Íslandi í framtíðinni er skiljanlegt að stefnuskráin Fagra Íslands nægi ekki til að skapa traust.

Ég hef sagt um stefnuskrána Fagra Ísland: "Guð láti gott á vita" en fylgistölurnar sýna að það virðast ekki allir svo bjartsýnir og jákvæðír.

Ég var nýbúinn að blogga um Samfylkinguna og ætlaði ekki að gera það aftur í bráð heldur fara áfram hringinn í þeim hugleiðingum um vanda stjórnmálaflokkanna sem ég er nú að setja á blað.

En skoðanakönnun dagsins gaf þetta tilefni. Næstur á blaði verður Frjálslyndi flokkurinn.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, kannski er þetta hluti skýringarinnar. Samfylkingin hefur ekki verið hvað trúverðugust í umhverfismálunum. En ef svo er er skrítið að þetta skuli ekki hafa komið fyrr fram. Samfylkingin hefur verið um og yfir 25% fylgi í marga mánuði, og hugsanlegaspila umhverfismálin inn í það, en ég held að skýringin á þessu falli niður í 21% núna sé ekki vegna þeirra. Líklegri skrýring kann að vera tal Ingibjargar Sólrúnar um evruna eins og Þorgerður Katrín hefur m.a. nefnt til sögunnar. En í öllu falli verður fróðlegt að sjá niðurstöður Gallup könnunarinnar um næstu mánaðarmót, hvort þær staðfesti þetta fylgishrun Samfylkingarinnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.1.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er Samfylkingarmaður og umhverifssinni.I þessum málum sem öðrum eiga menn að fylgja samfæringu sinni.Víða út á landi láta menn hagsmuni sinna bæjarfélaga sitja í fyrirrúmi er varðar atvinnuuppbyggingu og framtíð síns héraðs.Þetta var dæmigert fyrir Austfirðinga með virkjunina þar.Þar brotnuðu upp öll flokksbönd vegna þessa máls.Það væri ekki gott fyrir lýðræðið ef allir flokksmenn þyrftu að hafa sömu skoðun.Hins vegar verðum við að gera þá kröfu til flokksforustunnar að hún móti rétta og samræmda stefnu í náttúrverndarmálum,eins og Samfylkingin hefur nú gert með stefnuskrá um Fagra Ísland.Kjósendur eiga að sýna Samfylkingunni traust,hún hefur skilgreint vel sín stefnumál,en þarf að koma þeim betur á framfæri við kjósendur.

Kristján Pétursson, 21.1.2007 kl. 22:51

3 identicon

Sæll Ómar og til lukku með nýstofnað og fjölheimsótt blogg.

Ég hef mikið heyrt rætt um trúverðugleika Samfylkingarinnar í náttúruverndarmálum eftir að ég fór að vinna að þeim málum innan flokksins. Stundum er það náttúruverndarfólk sem er að ræða þetta og þá hefur ævinlega mátt lesa úr orðum þess von um að þessi 30% flokkur (ég ætla að leyfa mér að halda því fram enn um stund) ákveði að leggjast á árarnar. Það sé það sem vanti til að sigur vinnist - afl stóra flokksins. Þeim hefur orðið að ósk sinni.

Það eru hins vegar fyrst og fremst pólitískir andstæðingar Samfylkingarinnar sem nú tala um trúverðugleika hennar - og sérstaklega eftir að flokkurinn kynnti Fagra Ísland, fyrstu tillögur nokkurs flokks á landinu um það hvernig mætti leysa úr þeim alvarlega vanda sem málefni náttúru Íslands stendur frammi fyrir.

Það kom mér ekki á óvart að tillögunum yrði fálega tekið af stjórnarflokkunum en það kom mér dálítið á óvart að sá flokkur sem kennir sig við grænt skyldi ekki taka þessum liðsauka fagnandi. Það var fremur eins og liðsaukanum væri tekið eins og ósvífinni samkeppni og allt kapp lagt á að gera bæði Fagra Ísland og Samfylkinguna sem ótrúverðugust.

Ég batt lengi (og geri svo sem enn) vonir við þann hóp sem kallast Framtíðarlandið. Sá hópur lagði upp með að vera stuðningur og aðhald fyrir stjórnmálaflokkana auk þess að vera þeim eins konar "think tank" (viskubrunnur?). Hálfu ári eftir stofnfund á að vísu enn eftir að kjósa stjórn, svo Framtíðarlandið virðist nú aðeins vera hópur fólks með mjög stóran póstlista.

Ég hef óskað eftir að fá að kynna tillögur Samfylkingarinnar, Fagra Ísland, á fundi hjá Framtíðarlandinu því mér finnst mikilvægt að kjósendur fái að vita að þarna er 30% flokkur tilbúinn að setja í framkvæmd vel út hugsaða áætlun sem getur náð utan um málaflokkinn og skapað sátt um málið. Því boði hefur ekki verið svarað.

Mér til nokkurrar furðu skortir reyndar mikið á að talsmenn Framtíðarlandsins hafi sjálf lesið tillögurnar og ein þeirra sem oft hefur orð fyrir hópnum hafði í nóvember enn ekki heyrt á tillögurnar minnst. Samt mun þetta fólk vera að íhuga framboð til Alþingis til að vinna málefninu gagn!

Að lokum þetta: Samfylkingin er á síðustu misserum búin að taka náttúruverndarmálin til nákvæmari skoðunar en nokkur annar flokkur á landinu og er eini flokkurinn sem hefur sett fram tillögur um heildarlausn málsins. Þegar þessar tillögur þingflokksins voru kynntar í september sagði Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, að þær myndu verða eitt af grundvallarplöggum flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Er hægt að gera meira?

Sífelld ónot pólitískra náttúruverndara í garð Samfylkingarinnar og Fagra Íslands vekja óneitanlega spurningar um það hvort mönnum er ofar í huga - að vernda náttúruna eða að vernda stöðu sína sem "einu alvöru" náttúruverndarpólitíkusanna.

Tek fram að með því á ég ekki við þig en ég hef einmitt tekið eftir því að þú tekur eindregið undir tillögur Samfylkingarinnar, Fagra Ísland. Ég tel auk þess víst að þú munir ekki láta hafa þig út í pólitískt skítkast þar sem allir enda með skertan trúverðugleika. Náttúra landsins þarf miklu frekar á breiðri samstöðu um góðar tillögur að halda.

Kv. Dofri.

Dofri (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Hver er ekki umhverfissinni?
Við erum öll umhverfissinnar, en það þýðir samt ekki það að ekki megi nýta landið.
Fólk vill nýta landið að og fólk þarf að hafa atvinnu. En það verður engin atvinna ef eki má skapa ný atvinnutækifæri eins og t.d. álver við Húsavík. Þar horfa menn á eftir fyrirtækjum burt úr byggðalaginu og muinnkandi atvinnu.
En við Íslendingar eru allir umhverfissinnar, sumir byggja á skynsemi, en sumir á öfgum og það er alveg út í hött hjá Ómari Ragnarssyni að fólk eigi ekki að hugsa hnattrænt.

Stefán Stefánsson, 21.1.2007 kl. 23:28

5 identicon

Það er aulalegra en nokkur aulabrandari að segja að við séum öll umhverfissinnar, enda tekur enginn mark á svoleiðis bulli. Ef svona yfirlýsing fær þig til að líða betur Stefán minn skaltu láta nægja að muldra hana niður í koddann þinn áður en þú sofnar. "Þó ég éti sláturkeppinn og vömbina með þá ét ég þó ekki blóðmörsspýtuna". Þessa röksemd seldi Molbúinn sjálfum sér eftir að hann hafði svikið það heit sitt að borða aldrei framar slátur. Stórvirkjanir og málmbræðslur eru niðurlægjandi neyðarúrræði vel upplýstrar þjóðar sem hefur frosið föst í steingeldri og löngu úreltri hugmyndafræði sem byggir á enn geldari forsjártilskipunum af sovéskri rót og allir hugsandi menn eru búnir að hlægja út úr pólitískri umræðu nema íslenskir pólitíkusar. En við þig Dofri vil ég segja það að þó ég telji mig vita að þú sért á móti því að Steinþór tengdafaðir þinn og góðvinur minn í Kýrholti verði látinn fórna beitarhögum ræktunarmeranna sinna undir álver í Brimnesi þá er mörgum Samfylkingarmönnum í Skagafirði skítsama um svoleiðis viðhorf og flokka þig undir "hina svokölluðu umhverfissinna". 

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Læt mér það í léttu rúmi liggja Árni.

Held reyndar að þá Samfylkingarmenn í Skagafirði megi telja á fingrum annarrar handar sem vilja í raun fórna Jökulánum og gera Skagafjörð að álfirði. Framsókn mun hafa sótt býsna fast að Villinganesvirkjun yrði sett á dagskrá og Samfylkingin í Skagafirði hefur sagt að með því að setja tillögu um það í gang vill hún efna til opinnar umræðu um málið. Fyrir því eru fordæmi s.s. um Norðlingaölduveitu og Gnúpverja. Umræðan er svo sannarlega komin af stað þótt ég hefði talið heppilegra að fara öðru vísi að.

Mér finnst reyndar ólíklegt að Samfylkingin styðji á endanum Framsókn í að setja Villinganesvirkjun inn á skipulag - ólíkt því sem Vg gerði varðandi Skatastaðavirkjun í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Sem betur fer virðist auðlindanefnd (skipuð vegna baráttu Samfylkingar) vera að dæma þá virkjun úr leik vegna umhverfisáhrifa.

Annars held ég að við ættum nú að gæta þess að hafa umræðuna ekki of "local" eða persónulega.

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson, 22.1.2007 kl. 01:08

7 Smámynd: Agný

Ég held að við verðum öll að átta okkur á því að við getum ekki sagt "hreint land,f agurt land" um leið og við segjum álver... Það er kanski ljótt af mér að segja það sem ég segi núna..en geri það samt..!Við íslendingar öpum allt eftir kananum og sama hvort er gott eða vont!Alcoa er eitt mesta drullufyrirtæki sem fyrirfinnst.það voru þeir sem komu því í gegn rétt uppúr 1950 að sodium fluoride var sett í drykkjarvatn og tannkrem en þetta ógeð er drulluskol frá álverksmiðjum þeirra..Fjári sniðugt að láta heilbrigðiskerfi USA borga fyrir að láta dæla eitri í þig..Haldið þið að Hitler hafi verið að hugsa um tannvernd gyðinga þegar hann notaði þetta sama efni í drykkjarvatn gyðinga í fangabúðunum?Ó nei..en þetta efni gerir fólk sljótt og meðfærilegt og ýtir undir ófrjósemi..Þetta er sama efnið og er í Prozac, Ropihnol ( rapedrug) og öllum lyfjum sem heita flux og flox...Fyrirgefur vonandi kæri Ómar ef þér finnst ég hafa farið út fyrir efnið hér..en ég á nóg af heimildum um þetta allt ef þú hefur áhuga..Sérð þú kanski eitthvað sameiginlegt með tönnum og atómbombunni?Sodium fluoride ( sem á að gera tennurnar okkar voða fínar og flottar) er bindiefni í atombombunni..minnir að það sé í kveikibúnaðinum..En þetta er allt sami skíturinn!!!!!Því miður er þetta fyrirtæki ALCOA búið að skjóta rótum hér á landi..Ef þú hefur áhuga á upplýsingum um þetta fyrirtæki sendu mér þá email. Það er skráð á blogginu mínu.Kárahnjúka fokkið er einn skandallinn en ALCOA .. að leyfa þeim að koma hingað til lands þá held ég að við hefðum alveg eins getað sökkt allri þjóðinni með Kárahnjúkum!!!

Agný, 22.1.2007 kl. 02:46

8 identicon

Áhugasömum um umhverfismál og tónlist er bent á lagið hómó konsúmus á www.myspace.com/sveimhugi

Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 09:54

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að ekkert sé mikilvægara á þessari stundu en að við sem viljum vernda náttúru landsins hættum að setja fókusinn á hvað við getum ekki gert saman og drögum athyglina að því hvernig við getum starfað saman. Það er fullt af fólki sem tilheyrir bæði flokkum eða er óflokksbundið sem hefur gert góða og þarfa hluti fyrir náttúruvernd. Ef við viljum halda áfram að einblína á að þeir sem eru manni ekki fullkomnlega sammála um allt séu fífl þá mun lítið breytast. Hverjir eru ábyrgir fyrir þessa aðför að landinu og hvernig er hægt að draga þá til ábyrgðar?

Kannski besta leiðin til þess þegar maður kemst loks í kjörklefana. En fyrst og fremst hættum að nudda svona í hvert öðru og sínum alvöru samstöðu til verndar landinu okkar með því að vera einhuga á einhverjum sviðum.

Birgitta Jónsdóttir, 22.1.2007 kl. 11:24

10 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Blessaður Ómar.  Ég er mikið hrifin af því hve andi þinn er sterkur gagnvart náttúru Íslands.  Vilji þinn sterkur og lætur ekki bugast.  Ég hef verið á móti þessum stóru virkjanaframkvæmd sem er við Kárahnjúka.  Fór þangað í sumar ásamt því að skreppa til Reyðarfjarðar.  Upplifun mín var tvenns konar.  Niður rif á hálendinu, þ.e. mér hefur fundist eins og landi mínu hafi verið nauðgað.  Já nauðgað, landið fékk ekki að segja sína skoðun á málinu það var vaðað yfir það með skítugum skónum.  Svo annars vegar að sjá alla þessa uppbyggingu þarna á Reyðarfirði.  Þetta ruglaði mig í rýminu.  Eitt annað sá ég á leið minni m.a. til Egilsstaða, en það er öll þessi stóru möstur sem blasti við.  Ég var ekki hrifin af þessu.

Ég segi því núna, það er komið nóg af virkjunum.  Gerum hlé, áður en við uppgötvum það að við höfum verið að eyðileggja landið til lengra tíma litið.  Ráðamenn þjóðarinnar, spyrjið ykkur að því hvernig þið viljið fæðast í landið okkar eftir 2-300 ár.  Hver segir að við getum ekki endurfæðst. =)

Áslaug Sigurjónsdóttir, 22.1.2007 kl. 13:28

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þakka fyrir þessa umræðu. Við erum að reyna að kryfja stöðuna og finna út hvað kjósendur kunna að hafa verið að hugsa í síðustu skoðanakönnun. Ég ítreka að Dofri Hermannsson og fleiri frambjóðendur Samfylkingarinnar standa nú náttúruvaktina mjög vel og hafa komið í gegn mjög góðri stefnuskrá. Nú er bara að senda þessum samherjum hvatningu til að fylgja sínum málum þannig eftir í Samfylkingunni að sagan frá 2001 - 2003 endurtaki sig ekki.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 19:49

12 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ómar.

Mig líst vel á hvað  náttúru vermdarfólki hefur hlottnast öflugan bandamann.

Gangi þér/ykkur/okkur vel.

Samfylkingunni á ég hinsvegar mjög erfitt með að óska velfarnaðar með þennan forustusauð. 

Hlynur Jón Michelsen, 23.1.2007 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband