27.5.2010 | 01:23
Hin blinda áltrú.
Orkumálastjóri hefur rökstutt það vel að þótt álver hafi passað vel inn í það þegar virkja þurfti stórt á einum stað eins og við Búrfell í upphafi eða við Kárahnjúka, gildi þveröfugt gagnvart jarðvarmavirkjunum, sem séu alger andstæða stórra vatnsaflsvirkjana.
Vitað er fyrirfram hve mikla orku heildarvirkjun eins fallvatns muni gefa og að hagkvæmtast sé að virkja stórt.
Hins vegar er mikil óvissa jafnan um það hver mikið muni fást út úr hverju jarðvarmasvæði og því heppilegast að virkja þar í áföngum skref fyrir skref.
Þess vegna henti litlir og fleiri kaupendur betur jarðvarmavirkjunum heldur en stórir, orkufrekir kaupendur.
Þetta vilja áltrúarmenn alls ekki skilja heldur vaða áfram með hina blindu trú sína sem er á skjön við helstu skynsemisrök jarðvarmavirkjana.
Menn heimta álver og aftur álver og þegar sex hugsanlegum kaupendum er raðað, lenda tveir álrisar efst á forgangslistanum.
Er engin leið að stöðva þessa vitleysu?
Sumarleyfi tefja uppbyggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur alltaf reynst erfitt að fá trúaða til að taka rökum.
Dingli, 27.5.2010 kl. 01:48
Það er ekki bara að það sé búið að innprenta þetta í isleska þjóðarsál heldur langt út fyrir landssteinana. Hvernig verður búið að fara með landið þegar búið er að vinda ofan þessu veit ég ekki. Ætli við þurfu ekki fleiri eldgos til að sína hvers konar land við byggjum. Ætti nú að vera nóg komið. Kraflueldar voru 2-3 árum of sein, en öldum á undan áætlun. Annars hef ég heyrt að það sé ris í Gjástykki.
Rafmagns verð við álbræðslu. Ég setti það nákvæmar upp hjá þér í gær. Meðal alþjóðlegt verð til álbræðslu var 34.5 mills kWh ekki 25 mills (2,5 kr.) eins og okkur var sagt í mbl.
Getur einhver sagt mér hvað venjuleg vinnsluhola kostar? Það á að bora um 30 á Kröflusvæð og annað eins á Þeisterykjum. Hitinn í Axarfirði brást.
Ég veit að í djúpborunnarverkefninu fara þær yfir milljarð?
Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 09:33
Djúpborunarverkefninu var fórnað fyrir löngunina til að merkja sér Leirhnjúks-Gjástykkis svæðið.
Holan var boruð við hliðina á holu frá 1975 sem var misheppnuð og hlaut nafnið "Sjálfskaparvíti."
Brotaviljinn er alger þegar einhverju nauðsynlegustu rannsóknum okkar tíma er kastað á glæ fyrir skammtímagræðgi.
Ómar Ragnarsson, 27.5.2010 kl. 17:37
"Þótt verðmæti útflutnings áls sé nú ámóta mikið og verðmæti sjávarafurða munar enn miklu á hreinu framlagi þessara greina, þ.e. framlagi þeirra eftir að aðföng hafa verið dregin frá útflutningstekjunum.
Þetta framlag er mælt með vinnsluvirði greinanna eða vergum þáttatekjum þeirra.
Mynd 5 sýnir þróun vergra þáttatekna í sjávarútvegi annars vegar og orkufrekum iðnaði hins vegar. Myndin sýnir að á þennan mælikvarða var vægi sjávarútvegs nær þrefalt meira en vægi orkufreks iðnaðar á árinu 2008.
Þetta er hluti skýringarinnar á því að viðskiptakjör hafa ekki sveiflast meira en raun ber vitni, þrátt fyrir að vægi áls í útflutningi hafi vaxið mikið."
Viðskiptakjör og raungengi, sjá myndir 3 og 5
Þorsteinn Briem, 27.5.2010 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.