Skynsamlegt í ljósi reynslunnar.

Yfirlýsing um goslok í Heimaeyjargosinu 1973 markaði tímamót í aðgerðum vegna þess. Þegar í stað var hafist handa við uppbyggingarstarf sem tók nokkur ár.

Það kynni að vera freistandi að lýsa yfir goslokum í Eyjafjallajökli en í ljósi reynslunnar frá gosinu 1821 er vafalítið óskynsamlegt að gera það í ljósi þess hve mikið áfall það yrði ef gysi á nýjum stað, jafnvel í Kötlu. 

Eins og er eru verkefnin ærin við að ráða fram úr þeim viðfangsefnum sem öskurok á hinu stóra svæði allt frá Landmannaleið suður til sjávar á eftir að færa mönnum.


mbl.is Lýsa ekki yfir goslokum að sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki er víst að sá gamli sé sofnaður. 

Af jarðskjálftavirkni að dæma, þá virðist einnig talsverð virkni undir Suðurlandinu öllu. Við ættum að hafa vakandi auga með Reykjanes/Hengilsvæðinu og Heklu. Ísland hefur þá sérstöðu að vera bæði plötumót, sem eru að gliðna og heitur reitur í senn. Það gerir þetta allt mjög ófyrirsjáanlegt. 

Júlíus Valsson, 27.5.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband