29.5.2010 | 08:12
"Hnjúkurinn gnæfir..."
Í tilefni dagsins og gönguferða á Hvannadalshnjúk læt ég flakka hér brot úr texta við lagið "Hnjúkurinn gnæfir."
HNJÚKURINN GNÆFIR. (Með sínu lagi)
Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir, -
hamrahlíð þverbrýnt, ísað stál.
Ógnfagur rís hann, ögrandi þegir,
inn í þig smýgur hans seiðandi mál.
Bjartur sem engill andartak er hann.
Alheiður berar sig blámanum í.
Á sömu stundu í fötin sín fer hann,
frostkalda þoku og óveðursský.
Hvers vegna´að klífa´hann?
Hvers vegna að sigra´hann ?
Hvers vegna öll þessi armæða´og strit ?
Hví ertu góði að gera þig digran?
Geturðu´ei stillt þig ? Skortir þig vit ?
Hvers vegna finnst þér hans ögrun til ama ?
Af hverju að hætta sér klærnar hans í ?
Svarið er einfalt og alltaf það sama:
Af því hann rís þarna, - bara af því.
200 manns fara á Hvannadalshnjúk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þakka þetta ljóð og tek undir allt sem sagt er um Hnjúkinn nema þegar talað er um að sigra hann.
Maður sigrar ekki fjöll en stundum eiginn veikleika.
Guðmundur Pétursson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.