2.6.2010 | 17:50
Sagan af hjónunum.
Dæmisaga Árna Páls Árnasonar á sér margar hliðstæður. Eina af mörgum heyrði ég í fyrra af hjónum sem komin voru komin í þvílíkt þrot að engin "skjaldborg um heimilin" hefði dugað til að bjarga þeim.
Þetta voru afleiðingar af því að þau tóku sig til í miðri gróðærisbólunni og fóru í nokkurra daga vinnu. Hún fólst í því að þessi barnlausu hjón, sem áttu enga peninga, fóru í lánastofnanaferðalag og tóku lán til að kaupa 40 milljóna króna íbúð og 10 milljón króna bíl.
Þegar búið var að skrifa undir síðustu pappírana og taka út féð áttu þau afgang til að fá sér flatskjá og fleira síkt og fara í dýra ferð til Karíbahafsins til að hvíla sig eftir erfiða lántökudaga.
18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.