7.6.2010 | 08:03
Langþráður stöðugleiki.
Með hverju árinu fjarlægist í minningunni sú mynd af úrvaldsdeildarliði Fram að sveiflast eins og jójó frá lægstu lægðum upp í hæstu hæðir og bjargast á ævintýralegasta hátt í heimi frá falli niður úr deildinni.
Liiðið sýnir nú mikinn stöðugleika og karakter og er með því að gefa mér, gömlum Framara, góða afmælisgjöf.
Um þessar mundir eru nefnilega 70 ár síðan ég var skráður félagi í Fram, en það var þremur mánuðum fyrir fæðingu, svo miklir Framarar voru foreldrar mínir.
Þau voru aðeins átján ára en hann spilaði með 1. flokki á leið til Íslandsmeistaratitils góðviðrissumarið mikla 1939 og var valinn efnilegasti leikmaður liðsins.
Sextíu árum síðar var sonarsonur hans, Ragnar Ómarsson, valinn efnilegasti leikmaðurinn í sínum flokki.
Já, sagan endurtekur sig. Koma svo, Framarar, áfram með smjörið !Framarar aftur upp í 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.