Sauðárflugvöllur eins og malbikaður. Nýtt veðurlag.

Í gær lenti ég á Sauðárflugvelli, sem er í 660 metra hæð á Brúaröræfum norðan Brúarjökuls. Brautir vallarins, fjórar að tölu, alls 3700 metrar, eru eins og þær séu malbikaðar og ég reikna ekki með því að þurfa að valta þær í sumar.

Þar af leiðandi er enginn munur á yfirborðinu innan og utan brautanna. 

Ég tók mynd þarna í gær í 14 stiga hita en hef ekki tæknilegar aðstæður til að setja hana inn á bloggsíðuna þar sem ég er nú. Með því að nota leitar-reitinn til efst til vinstri á bloggsíðunni og slá þar inn nafninu Sauðárflugvöllur er hægt að sjá eldri myndir af vellinum. 

Ég reikna með að völlurinn hafi verið auður í nokkrar vikur og að hann hafi því ekki verið ófær vegna snjóa nema innan við hálft árið, því að síðast var hann opinn í nóvember. 

Hálendið hefur verið dökkt yfir að líta í mánuð, en undantekning er hálendið umhverfis Eyjafjörð. 

Fyrir mánuði var allt suðurhálendið autt, en Þórisvatn og Kvíslavatn eins og hvítir flekkir í landslaginu, því að ísa leysir mun seinna á vötnum en á landi. 

Þetta þýðir nýjan veruleika í veðurfari því að með þessu breytta veðurlagi auk svartra öskusvæða úr gosinu í Eyjafjallajökli verður mun stærri hluti landsins dökkur í mun lengri tíma en áður var. 

Það hefur í för með sér upphitun ef sólar nýtur en við það dregst kalt loft með þoku inn að ströndunum eins og verið hefur undanfarna daga. 


mbl.is Greiðfært um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband