Þó yfir núllinu.

Það er varla hægt að tala um aukningu þegar talan 0,6% er nefnd. Ef um er að ræða þjóðfélag þar sem talið er nauðsynlegt að fólki fjölgi, þurfa framleiðslan og tekjurnar að vera hærri tala en nemur fjölguninni. 

Þess vegna ætti alltaf að nefna hve mikið framleiðslan hafi aukist á hvern íbúa. 

Stundum mælist aukning þótt engin sé í raun þegar að er gáð. Ég hef áður nefnt dæmið um þensluna sem varð frá júlí 2002 til vors 2003. 

Rannsókn ágæts manns í Seðlabankanum sýndi að meira en 80% þenslunnar varð til við það að jafnskjótt og undirritaðir voru samningar við Alcoa um álver í Reyðarfirði 19. júlí 2002 ólk rauk til og tók lán eða fór í topp í yfirdrætti á greiðslukortum vegna þess að það veðjaði á þenslu ári síðar þegar framkvæmdir væru byrjaðar við Kárahnjúka. 

Framkvæmdirnar byrjuðu ekki fyrr en sumarið 2003 þannig að í raun var engin innistæða fyrir þessari þenslu fremur en að innistæða væri fyri megninu af ofurþenslunni í gróðærisbólunni sem stóð fram til 2008. 


mbl.is Aukning landsframleiðslu 0,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Á það hefur verið bent í ræðu og riti að fram til um 2004 þá voru skuldir Íslendinga og íslenska hagkerfisins mjög litlar og óverulegar, og tóku fyrst flugið um 2003-2004. Góðærið átti því alveg ljómandi góða innistæðu þá.

Þessi "hagvöxtur" sem núna "mælist" er sennilega bara tilkominn vegna skuldsettrar neyslu og lántöku hins opinbera. Það vita það allir sem reka heimili að aukaheimild á kreditkortið þýðir ekki auknar tekjur þótt ráðstöfunarfé sé aukið tímabundið. En svo virðist þessi vitneskja gufa upp þegar fólki er sagt frá hagstærðum og ríkisrekstri. 

Geir Ágústsson, 8.6.2010 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband