9.6.2010 | 18:19
Er orðið "siðlegt" týnt?
Fræg urðu orð Vilmundar heitins Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust!" þegar því var haldið fram að ákveðið athæfi, sem Vilmundur gagnrýndi harðlega, hefði verið fyllilega löglegt.
Orð Vilmundar höfðu áhrif á sínum tíma, - vörpuðu ljósi á það hvernig skaðleg spilling í getur þrifist í skjóli ófullkominna laga.
Þegar Ólafur Ólafsson segist engin lög hafa brotið þarf í ljósi þeirra gagna, sem nú hafa verið birt, að svara þeirri spurningu hvort það sem um ræðir hafi verið eitt af þrennu; - bæði löglegt og siðlegt, löglegt en siðlaust eða bæði lögbrot og siðlaust.
Braut engin lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Siðlegt en ólöglegt passar líklega ekki. Hvað af þessu sem á við virðist vera sem Sjeikinn hafi átt að fá 6 milljarða fyir að lána nafnið sitt. Sæll! Það má gera ýmislegt fyrir þá upphæð. Ekki skrýtið að bankinn endaði á hausnum þegar það er hægt að gefa 6 milljarða fyrir að heita Sjeik!
Guðmundur St Ragnarsson, 9.6.2010 kl. 19:06
Þetta er sá fáránleiki sem við þurfum að búa við í dag eingin viðurkennir sekt sýna þrátt fyrir að miljarðar hafi glatast og verið stolið!
Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 19:28
Það er vert að benda á það að þessir starfsmenn Kaupþings voru að tala saman um hluti sem voru framkvæmdir í öðrum sjálfstæðum banka (KB Luxemburg) og höfðu því í raun ekki hugmynd hvað þau voru að tala um.
mbk,
Aliber, 9.6.2010 kl. 20:35
Siðfræði hefur verið lögð niður og bönnuð samkvæmt lögum....
Óskar Arnórsson, 10.6.2010 kl. 07:56
Löglegt,siðlaust sitt er hvað
soldið á milli heima
Það sem höfðingjarnir hafast að
hinum er ætlað að gleyma
Heimir Bergmann (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.