Lítið, skrýtið og sætt í bland ?

Ég var að koma til Reykjavíkur eftir flug frá Akureyri yfir Vatnajökul og Skaftá til Hvolsvallar og akstur frá Hvolsvelli til Reykjavíkur nú um klukkan þrjú að nóttu. p1012225.jpg

Var á leið akandi inn á Brúaröræfi þegar ég frétti af Skaftárhlaupinu, kláraði fyrst það verkefni og fór síðan í þetta. p1012252.jpg

Ég held að sérfræðinga þurfi til að segja til um, að svo stöddu, úr hvorum katlinum hlaupið kemur, þótt sá vestari virðist hafa sigið meira en hinn. 

Efsta myndin er af honum með Grímsvötn og Öræfajökul í baksýn. 

Katlarnir sjást mjög vel því að jökullinn er allur grádoppóttur eftir öskufall frá Eyjafjallajökli.

Neðar á bloggsíðunni er mynd af eystri katlinum. 

Vatn í Skaftá kemur nú úr fjórum útföllum og er ekkert sérstaklega mikið vatnsmagn í neinum þeirra. 

Ætla að henda inn nokkrum

p1012236.jpg

myndum eftir atvikum, - fer eftir því hve vel gengur að koma þeim inn hvað þær verða margar. 

Flestir tengja Skaftárhlaup við ljótleika, aur og sandburð, en í raun bjóða þau upp á slíka fegurð víða á leið sinni að ef þetta hlaup er lítið, mætti kannski segja að það verði lítið og sætt en kannski dálítið skrýtið. 

P. S. Nú virðist ljóst eftir viðtöl við sérfræðinga að hlaupið komi úr vestari katlinum. 

p1012254.jpg


mbl.is Skaftárhlaup hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt það haft eftir sérfræðingum að eftir ca.20 ár verði Skaftárhlaupin eins og þau hafa verið nú undanfarin ár búin að setja eldhraunið í sandkaf norðan vegar frá Ásum austur að Hunkubökkum.Þá verður nú varla sætt að fara yfir Eldhraunið.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt svæðið frá Heklu og Eyjafjallajökli austur á Skeiðarársand er leiksvið stórkostlegustu sýningar í heimi, þar sem þættir leikritsins eru nokkurra alda langir hver.

Á eftir Eldgjárgosinu um landnám, sem þeytti hrauni langleiðina niður að sjó, kom tímabil þar sem sandburður og gróður fóru að þekja hið nýja hraun. 

Í Skaftáreldum kom ógnarhraun mikið að nýju og kaffærði sand og gróðurlendi. 

Nú stendur yfir sandburðarþáttur sem endar þegar næsta stórgos mokar nýju hrauni yfir sanda og gróðurlendi. 

Ómar Ragnarsson, 21.6.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband