Orkar mjög tvímælis.

þegar ég var á ferð í Osló fyrir mörgum árum varð mér það á að leggja bílnum þannig að ég fékk síðar í hausinn bréf um að borga sekt.

Þá var ég kominn heim til Íslands en fór í banka og greiddi sektina. Mér hefði fundist það ósanngjarnt að norska bílaleigan borgaði þessa sekt og myndi sem eigandi bílaleigu hér líka finnast slíkt fyrirkomulag ósanngjarnt. 


mbl.is Bílaleigur gætu þurft að greiða sektirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála ! Hins vegar verða þær, sem eigendur bílana að taka einhverja ábyrgð.

Bílaleigur ættu að hugleiða að setja búnað í bílana sem skráir aksturslag og fleirra, þannig mætti lesa af, þegar bílnum er skilað.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 06:13

2 Smámynd: Hvumpinn

Ómar, hugsaðu þetta aðeins uppá nýtt. Bílaleigan bætir inní sína skilmála að allar sektir sem koma á bílinn á leigutímanum verði bætt á kort leigutakans.  Ég hef þó fúlt hafi verið, verið hankaður af hraðamyndavélum bæði í Bretlandi og Ástralíu.  í báðum tilfellum kom rukkun á kortið mitt með bréfi og útskýringum (myndum) og það var ekki um annað að ræða en kyngja þessu.  Þetta er auðveldasta leiðin til þess að þetta skili sér.

Hvumpinn, 23.6.2010 kl. 06:13

3 Smámynd: corvus corax

Ef bílaleigur eiga að borga fyrir lögbrot leigutaka er auðvitað sjálfsagt að húseigendur afpláni dóma sem leigjendur kunna að fá á sig. Sama réttlætið, sama ranglætið.

corvus corax, 23.6.2010 kl. 07:59

4 identicon

Bílaleigur setja það bara inn í bílaleigusamninga að fái leigutaki sekt á meðan hann leigir bílinn þá geti bílaleigan tekið út af kreditkorti sem leigutaki gaf upp sem tryggingu fyrir greiðslu þegar hann fékk bílinn afhentan. Þetta er svona í Bandaríkjunum en ég hef persónulega fengið bréf frá bílaleigu ásamt sektartilkynningu og mynd frá lögreglu um að sektin hafi verið gjaldfærð á kortið mitt. Það er bara spurning um hvort að sektartilkynningar þurfi ekki að vera líka á ensku fyrir útlendingana.

Jón S. Einarsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 08:21

5 identicon

Þarna sýnist mér að verið sé að ráða bílaleigurnar í vinnu hjá hinu opinbera við að fullnusta dóma og innheimta sektir.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 09:25

6 identicon

Ég er ekki sammála því að bílaleigur eigi að sitja uppi með kostnaðinn en finnst eðlilegt að í samningum sé kveðið á um að hægt sé að bæta sektum og öðrum hugsanlegum kostnaði inn á kortin eftir að leigu lýkur. Bílaleigurnar hafa tekjur af því að leigja út bíla og ættu því að bera nokkra ábyrgð á því að leigutakar greiði þær sektir sem falla til vegna notkunar á viðkomandi bíl. Það er enginn að tala um að bílaleigurnar innheimti sektir vegna annarra brota en tengjast beint þeirri notkun.

Dísa (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 10:05

7 Smámynd: Ólafur Gíslason

Einfalt mál! Bílaleigan er með kortanúmer viðkomandi og getur innheimt sektina út af því með álagi ef leigutaki bregst ekki við og borgar sektina sjálfur. Þetta fyrirkomulag er m.a. hjá vinum okkar Bretum.

Ólafur Gíslason, 23.6.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband