Það var mikið !

Eitt af mörgum umbótamálum í stjórnarfari, sem Íslandshreyfingin hefur barist fyrir, er að ráðherrar geti ekki jafnframt verið þingmenn á meðan þeir gegna embætti.

Þetta hefur ekki fengið hljómgrunn fyrr en nú, að eitthvað er að rofa til í þessu efni. Það var mikið! 


mbl.is Ráðherrar hætti þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Ha? Verða þeir ekki að vera þingmenn til að hafa atkvæðisrétt á Alþingi?

Dingli, 28.6.2010 kl. 10:00

2 identicon

@Dingli

Jú, þeir verða að vera þingmenn til þess að hafa atkvæðisrétt. En afhverju á sami maður að hafa framkvæmdavald og löggjafarvald?

Arnar Páll Birgisson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: Dingli

Sæll Arnar

Hvaða endemis della er þetta eiginlega. Ráðherrarnir verða áfram forustufólk flokksins og þingmenn hans kjósa eins og þeir ákveða.  Er Sammó ekki með sex ? Þarf þá ekki að kalla til sex varamenn? Hvað kostar stykkið per. mán. Millu? Sjötíu og tvær á ári. Væri ekki nær að láta  L-gæsluna hafa þessa aura eða gamalmenni sem standa grátandi í apótekunum eigandi ekki fyrir lyfjunum sem halda í þeim lífi.

Þetta er nú ljóta andskotans sýndarmennskan.

Dingli, 28.6.2010 kl. 11:40

4 Smámynd: Dingli

Hvort sami maður eigi að hafi framkvæmdavald og löggjafarvald, er réttmæt spurning, en þá verður að gera hlutina af viti. Hvort ráðherrar verði sérkjörnir eða hvernig sem að því verður staðið þá er þessi uppákoma ekkert annað en húmbúkkið eitt og eftir öðru hjá þeirri heilögu.

Dingli, 28.6.2010 kl. 12:00

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það, að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn, getur stuðlað að því að fækka ráðherrum á þeim forsendum að þeir eigi betur með að sinna ráðherraembættinu ef þeir eru ekki jafnframt að vasast í þingmennskunni.

Að sama skapi má fækka þingmönnum á þeim forsendum að hluti þeirra, alls tólf manns, séu ekki á kafi í því að sinna ráðherrastörfum. 

Þetta á að vera liður í nýrri skipan þar sem stefnt er að aukinni hagræðingu og þar með lægri kostnaði. 

Ómar Ragnarsson, 28.6.2010 kl. 12:33

6 Smámynd: Dingli

Svona er þetta vel skiljanlegt Ómar og ég er á því að þessi hugmynd sé býsna góð. En það verður að útfæra hana og framkvæma með ákveðin tilgang og markmið að leiðarljósi. 

Var að sjá að Kristján M. segir þeirri nýgiftu að fara í rass og rófu. Gott hjá honum!

Dingli, 28.6.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband