1.7.2010 | 22:48
Afleiðing sofandaháttar og tillitsleysis.
Beygjubannið sem neyðst var til að setja á gatnamótum Sæbrautar og Bústaðavegar var að miklu leyti afleiðing einstæðs sofandaháttar, tillitsleysis og vandræðagangs íslenskra ökumann, sem hér hefur verið plága um áratuga skeið.
Þegar fyrsta beygjuljósið var sett upp á sínum tíma við Miklubraut sá erlendur sérfræðingur um tímastillinguna.
Íslendingarnir, sem fylgdust með þessu, sögðu að tíminn væri alltof naumur fyrir ljósið, aðeins tveir bílar myndu komast yfir í hvert sinn.
Erlendi sérfræðingurinn sagði að þetta væri alrangt, því að alls staðar erlendis kæmust að meðaltali sjö bílar yfir.
Í ljós kom að hann hafði rangt fyrir sér því að hann óraði ekki fyrir þeim sofandahætti og eigingirni sem íslenskir ökumenn sýndu. Þeir fyrstu í röðinni dröttuðustu svo seint af stað að aðrir komust ekki yfir.
Ástæðan er sú að hér hagar meirihluti ökumanna sér eins og hann sé einn í umferðinni, - gefur ekki stefnuljós og fyrstu bílar við umferðarljós gefa skít í þá sem á eftir þeim eru, aðalatriðið í þeirra huga er að þeir sjálfir komist yfir.
Með ólíkindum er að sjá í svona beygjum hvernig stundum eru tugir metra á milli bíla þegar farið er yfir.
Þessir ökumenn haga sér eins og þetta sé í eina skiptið á ævinni sem þeir eru meðal fremstu bíla á ljósum.
En í næsta skiptið verða þeir kannski sjálfir fyrir barðinu á þeim sem þá eru fyrstir í röðinni.
Árangursríkt beygjubann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það ætti að setja reglur um vinstri akrein og ef það er . þá að framfylgja henni . td algjört bann við stóra flutninga bíla að keyra á þeim . og sekta fólk um mjög litin pening fyrir að keyra hægar en hægr akrein !! og fjölga sínilegri lögreglu ekki myndavélum . fólk sem keyrir of hægt er alveg jafn mikiðl slysa hætta og fólk sem keyrir hratt . !!! þá er ég ekki að tala um ofsahraða 120. og yfir !!
og tilitleisið i ökumönnum að hægja ekki á sér á möl þegar mætt er bílum olli miklum skemdum á lakki á bilnum hja mér vegna þess að verið var að laga þjóðveg 1. i kringum 17 juni .
ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:04
Mín skoðun er að það hefði einnig átt að banna bejuna inná Bústaðarvegin
Matthías (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:04
Mikið er ég sammála þér Ómar. Hefði oft þurft á rúðuþurrku að halda INNAN á framrúðuna eftir að sauð upp úr hjá manni, sitjandi sótrauður af reiði á ljósum, sem auðvelt hefði átt að komast yfir.
Davíð Þ. Löve, 1.7.2010 kl. 23:20
Hvenær fáum við bíla sem geta flogið, eins og þú Ómar.
Aðalsteinn Agnarsson, 1.7.2010 kl. 23:25
Það sem þarf að gera er að gefa lögregglunni heimild setja ökumenn í akstursmat ef hún yelur vafa leika á hvort fólk sé hæft til að keyra. Það er ótrúlegt að fólk sé svipt fyrir að keyra of hratt en aðilar sem eru að valda slysum með að keyra of hægt fá að halda prófinu. Það þarf koma uppöðru punktakerfi sem sendir menn í akstursmat ef það keyrir óeðlilega oft á eða veldur hættu með óeðlilegum akstri.
Hannes, 1.7.2010 kl. 23:42
það vantar æfinga svæði fyrir ökumenn og hafa ökukenslu einsog er i finnlandi 3 ár æft við allar aðstæður leikið sér að missa stjórn og átta sig á hvernig sé best að stjórna bílnum i stjórnleisi .. bara það að hafa æft sig á ís "rauðavatni þegar það er fosið i gegn" og stórum auðum bilaplönum þá hefur það marg borgað sig i umferð á veturnar þegar bíllin verður stjórnlaus i hálku og á möl .
eitt gott ráð . nota skal peninga sem ökumenn borga fyrir brot, i sjóð til að byggja upp OG VIÐHALDA, æfinga svæði. það gæti fækkað ofsaakstri
sumir keyra upp i 200 vegna þess þeir vilja prófa draslið .
það er ekkert rangt við það . sama og folk sem fer i fallhlifa stökk ef eithvað klikkar þá spurning? hvað gerist
ragnar (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:43
Amen Ómar!
Um áraraðir er ég búinn að blunda með það í kollinum að taka upp smá myndband. Fá 20-30 aðila með mér á bílum og raða þeim á beygjuljós. Láta alla stara á götuljósin og beygjuljósin á bílnum fyrir framan, og svo myndu allir taka af stað UM LEIÐ og tækifæri gefst.
Alveg er ég viss um að það væri hægt að troða 10-15 bílum yfir á einum beygjuljósum ef allir væru bara vakandi! Rautt ljós er til dæmis ekki tíminn til að farða sig!
Árni Viðar Björgvinsson, 2.7.2010 kl. 01:23
Algjörlega sammála Ómari.
Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður skellir sér í langa biðröð á vinstri -beygjuljósi. Biðin getur orðið óþarflega löng.
Mig langar líka að nefna þann ósið íslenskra ökumanna að aka yfir stöðvunarlínu áður en þeir stoppa á rauðu ljósi. Þessir ökumenn sýna gangandi vegfarendum algjört tillitsleysi og ég held að fjölmargir hafi ekki hugmynd um til hvers þessi breiða lína er sett þarna á götuna. Hvað hefur eiginlega misfarist í ökukennslunni ? Margir þessar ökumanna eru kornungir með símann í annari hendi og kippa sér ekkert upp við að kona með barnavagn þarf að sveigja fram hjá bílnum til að komast leiðar sinnar. Mér finnst að lögreglan mætti fylgjast miklu betur með þessu.
Talandi um beygjuljós. Skrítnustu og leiðinlegustu beygjuljósin sem ég veit um eru á afrein þegar ekið er austur Hringbraut og inn á Bústaveg við Snorrabraut. Eru þessa umferðarljós ekki óþörf ?
Jóhannes (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:49
Góður punktur! Ég hef reyndar ekki verið mikið akandi á Íslandi síðustu árin nema þá helst í sveitum norðurlands. Þannig að ég þekki ekki mikið til þessa vandamáls í Reykjavík. Er búsettur í Danmörku og ég get sagt það að danir eru ekki mikið betri, miðað við þessa lýsingu. Það er mikið tillitsleysi í umferð hér. Maður getur orðið gráhærður einmitt á beygjuljósum hér, það er rautt, svo kemur gult, og það er eins og fólk sé hreinlega hissa að það komi svo grænt á eftir því gula, og þá er að stíga á kúplinguna og setja í gír og svo aka af stað og viti menn tveir bílar af 7 komast hugsanlega yfir. Þannig að það eru ekki bara íslendingar sem eru með sofandahátt og tillitsleysi.
Karl (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 12:11
íslendingar taka ekki þátt í umferðinni.. þeir eru í SÍNUM bíl og kemur ekkert annað við
Óskar Þorkelsson, 2.7.2010 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.