Það var þoka og það var útkall.

Ég sé á blogginu að menn efast um hvort þoka hafi verið á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi og hvort nokkur ástæða hafi verið til að senda út fréttatilkynningu um að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út.

Hvað þokuna snertir þá fylgdist ég grannt með Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi, bæði með því að horfa beint á jökulinn frá Hvolsvelli og nágrenni og líka með því að skoða vefmynd ítrekað á mila.is

Þarna skall yfir þoka í gærkvöldi að því er ég fæ best séð. 

Sú skoðun er viðruð á bloggi að Landsbjörg eigi ekki að senda út fréttatilkynningar um leitir að fólki fyrr en þeim sé lokið. 

Þetta hefði verið gott og gilt sjónarmið fyrir 40 árum en er löngu orðið úrelt á tímum farsíma og fullkominna og mikilla fjarskipta. Svona lagað fréttist út samstundis, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. 

Að fenginn reynslu vegna dauðaslyss í vor er skiljanlegt að viðbúnaður sé hafinn þegar í stað og miðaður við að það versta geti gerst, jafnvel þótt vant fólk eigi í hlut, sem leitað er að, og jafnvel þótt það sé í farsímasambandi og telji sig vera á réttri leið. 


mbl.is Tveir týndir á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hárrétt Ómar.

Sigurður Haraldsson, 5.7.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband