Milljónatuga kostnaður vegna reglugerða.

Íslandsmótið í svifflugi er ekki það eina í fluginu sem hefur orðið fyrir barðinu á nýjum evrópskum reglum um loftför. Allt flug á litlum flugvélum á Íslandi hefur verið sett í uppnám vegna þessa allt frá síðastliðnu hausti þegar þetta dundi yfir.

Kostnaður vegna reglubundinna skoðana margfaldaðist við að innleiða nýjar Evrópureglur og hefur valdið mér og öðrum ómældum vandræðum og kostnaði.  Þannig varð siðasta ársskoðun á FRÚ-nni sjöfalt dýrari en ég hafði búið mig undir.

Enginn fjölmiðill virðist hafa áhuga á þessu máli því að öllum er skítsama um smáfuglana. Flugfélagið Ernir, Flugfélag Vestmannaeyja og Mýflug eru þó dæmi um flugrekstur sem hefur tekjur af ferðamönnum en hefur nú verið settur í uppnám og gerður mun dýrari en áður af þessum sökum. 

Mér skilst að hið nýja reglugerðarfargan miðist við flug yfir þéttbýlum svæðum Mið-Evrópu og að þess vegna séu sömu kröfur settar um litlu flugvélarnar og breiðþotur stóru flugfélaganna ! 

Hins vegar hafi Svíar nýtt sér það að þeir búa í dreifbýlu landi á jaðri álfunnar og fengið undanþágu frá því að innleiða reglurnar !   En ekki Íslendingar !

Ég hef ekki gefið mér tíma til að kynna mér þetta út í hörgul því að reynslan kennir mér að það er tilgangslaus fyrirhöfn. 

Reglurnar sjálfar eru um margt fáránlegar. Þannig gilda þær ekki um sumar eins hreyfils flugvélar í flotanum, sem innleiddar voru fyrir 1955. 

Dæmi: Cessna 170 er undanþegin reglunum af því að hún var hönnuð og byrjað að framleiða hana árið 1948. 

Cessna 172, sem er sama flugvélin en með nefhjól í stað stélhjóls fellur hins vegar undir reglugerðina af því að byrjað var að framleiða hana árið 1956 ! 

Piper Super Cub fellur ekki undir reglurnar af því að sú tegund Piper Cub kom fram um 1950. 

Af því leiðir að vélar, sem síðar voru framleiddar, sleppa við farganið, jafnvel þótt framleiðsluárið sé 1990 á sama tíma og vélar eins og mín, framleiddar 30 árum fyrr, lenda í klóm hins gríðarlega skrifræðis. 

Þessi ósköp ásamt því að flugbensín er nú orðið allt að 100 krónum dýrara hver lítri en bílabensin hefur gerbreytt aðstæðum til reksturs lítilla flugvéla á Íslandi til hins verra og þess sér þegar stað. 

Vilmundur heitinn Gylfason fann upp hið frábæra nýyrði möppudýr og skilgreindi snilldarlega á hverju tilvera þeirra og endalaus fjölgun byggist. 

Svipað hafði Parkinson gert aldarfjórðungi fyrr með útgáfu bókar sinnar um Parkinsonlögmálið. 

Eitt dæmið sem hann tók var Nýlendumálaráðuneytið breska. Þegar breska heimsveldið var stærst og náði í kringum jarðarkringluna þannig að sólin settist þar aldrei, unnu þar nokkrir tugir manna. 

Þegar lönd heimsveldisins voru orðin sjálfstæð og það nánast alveg úr sögunni unnu hins vegar 4000 möppudýr í ráðuneytinu ! 

Það væri hollt fyrir okkur á krepputimum að huga að kenningum þessara manna. 

 

 


mbl.is Flugmóti aflýst vegna reglugerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þetta dæmi sem þú nefnir hér verður sko bara aðeins eitt smáhornið á skrifræðisbunkanum sem hellt verður yfir þjóðina ef við gerum þá vitleysu að láta narra okkur undir lög ot tilskipanafargan Commísararáðin í Brussel og venjulegt fólk mun aldrei fá neinn botn í það afhverju þetta eða afhverju hitt.

Við verðum bara látinn kyngja öllu farganinu því þetta eru allt óskeikul sérfræðingaráð sem um þetta fjalla.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alltaf ertu vel vakandi yfir því sem betur má fara Ómar!

Óskiljanlegt er með öllu að hafa þessar reglur sem bersýnilega eiga ekki heima hér. Hvað með að möppudýrin beiti sér í öðru sem skynsamlegra er? Það mætti t.d. gera eitthvað varðandi utanvegaaksturinn, - eru ekki einhverjar reglur sem nota mætti hér eða um umferð vélknúinna farartækja á vötnum og ám? Þá mætti innleiða hér strangari reglur um nagladekk og notkun þeirra. Þau eru nánast alveg þarflaus á höfuðborgarsvæðinu en valda gríðarlegu tjóni á götum og varhugavert er að aka í þessum djúpu förum sem nagladekkin greypa í aðalumferðagöturnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt nýjustu upplýsingum mínum frá Argrími Jóhannssyni forseta Flugmálafélagsins, sem hefur átt fundi í ráðuneytinu með ráðherra og látið fara í gegnum málið, meðal annars með því að kalla til þýðendur í Háskólanum á Akureyri, þurti aldrei að láta hana gilda á Íslandi, - ekki einu sinni að fá undanþágu frá henni. 

Virðist vera um handvömm að ræða hjá starfsmanni en ekki hægt að fara í að lagfæra þetta með nýjum fundarhöldum um málið vegna sumarleyfa ! 

Ómar Ragnarsson, 5.7.2010 kl. 19:20

4 identicon

Það kannski minnkar eitthvað flugumferð þessarra smárellna sem pesta lofthelgina yfir höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru hljóðkútslaus apparöt, einskonar háloftaskellinöðrur. Ég sé aldrei þessi fyrirbæri fljúga yfir borgum í Evrópu. Ég hef búið í Würtzburg í Þýskalandi (300 þús manns), Árósum í Dk (300 þús), Kaupmannahöfn (1.5 mill), Malaga á Spáni (1.1 mill) og Granada á Spáni (500 þús) og hvergi sérðu þessar smárellur sem pesta allt hér. Þessar smárellur fá hreinlega ekki að fljúga yfir þéttri byggð öllum til ama og leiðinda. Enn hér er miðstöð þeirra miðborg höfuðborgarinnar. Það er púkkað allt of mikið undir þetta lið.

Einar Gunnar Birgisson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 19:50

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Reglur fyrir farþegabáta/skip eru mikill frumskógur hér á landi og sá skógur er heimasmíður og varinn með starfsmönnum sem hafa áratuga þjálfun í að flækja reglur.

Margt auðvitað nausynlegt, en sumt er mjög mikil oftúlkun og stýfni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2010 kl. 20:01

6 identicon

Ég held að við ættum að taka upp breytt vinnubrögð. Að í stað þess að taka upp allar reglur nema þær sem nauðsynlegt er að sleppa eða breyta, þá tökum við ekki neina reglu inn í okkar kerfi nema þær sem við nauðsynlega þurfum. Þetta gæti sparað okkar smáa stjórnkerfi talsverða fjármuni og okkar sérstöku aðstæðum talsverð óþarfa vandræði.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:25

7 identicon

Hér er ein reglugerð sem tekur til háhraðafarþegafara í millilandasiglingum. 

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/743-2001

Gummi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 09:38

8 identicon

Einar Gunnar

Það er kannski vegna þess við námunda stóra flugvelli eru "þjóðvegir" fyrir flugvélar, bæði fyrir smáar og stór loftför og þess vegna verður þú ekki var við þær því kannski býrðu við eða ert ekki oft undir svæðinu sem þær eiga fljúga í yfir þéttbílinu eða kannski er það bara útaf þú fylgist ekki með loftumferð og heyrir ekki í þeim vegna mun meiri háfaða útaf bílaumferð, trukkum, bílaflauti og þess háttar sem er mun meiri háfaðamengun. Kynntu þér loftumferðina á svæðinu sem þú býrð, þá kannski verðuru var við littlu rellurnar..

Daníel (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:41

9 identicon

Ekkert er ljúfara en hljóðið í rellu, enda geri ég allt sem ég get til að fá sem mest af því inn í umhverfi mitt :D

Einar Gunnar: Í Evrópu er þessum rellum mest flogið eftir ákveðnum leiðum, sem gerir einkaflug hund-leiðinlegt eins og skot, jafnframt því að rellurnar sjást helst á ákveðnum stöðum. "Hint:" Prófaðu að búa í Darmstadt, og kannski líta til himins endrum og sinnum. Nú eða til Saareguemines. Það vill nefnilega svo til að þessar rellur eru erlend framleiðsla, og töluvert til af þeim víða um heim....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband