6.7.2010 | 23:16
Hundur var félagsmálaráðherra.
Hundar hafa komið alloft við sögu í sambandi við bifreiðar og er mér minnisstætt atvik í fréttum Sjónvarpsins haustið 1995 þegar birt var frétt mín af smölun Húnvetninga á Auðkúluheiði.
Í miðri fréttinni hófst viðtal við Pál Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, og var gert ráð fyrir að í útsendingunni birtist nafn hans á skjánum þegar viðtalið hæfist.
Fyrir slysni dróst það í tíu sekúndur að birta nafnið en þá var komin á skjáinn mynd af hundi, sem sat undir stýri á bíl og undir þessari mynd af hundinum birtist nafnið "Páll Pétursson, félagsmálaráðherra".
Var mönnum ýmist skemmt eða urðu leiðir vegna þessara mistaka sem ekki urðu aftur tekin.
Myndirnar með þessum bloggpistli tók ég við Einimel í Reykjavík á dögunum en engu var líkara en að hundur væri þar bílstjóri.
Hundurinn læsti bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna hefur tæknin séð fram í tímann - Framsókn var hundtrygg við Íhaldið í 12 ár eftir þetta.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.