Ýmsar hliðar á málinu.

Í tímum gróðærisbólunnar virtist engu skipta þótt verðmæti útflutnings ykist, lánamokstur sem skóp allt að þriðjungs hærra virði krónunnar umfram raunvirði, eyðsla landsmanna og kaupæði skóp hér heimsmets viðskiptahalla ár eftir ár.

Ég sé að til eru bloggarar sem harma að lítið skuli nú vera keypt af dýrum vörum frá útlöndum og tala með fyrirlitningu um bíl"dollur" sem fólk neyðist til að kaupa í stað "alvöru" bíla. 

Sumar af þessum bíl"dollum" hafa reyndar komið betur út úr árekstraprófum erlendis en "alvöru" bílarnir og bandarísk könnun sýndi að lang hættulegustu bílarnir voru sumar tegundir tískubílanna, sem þá voru, jepplinga og jeppa. 

Það er eins og sumir geti með engu móti lært af reynslunni, heldur óski sér að hér verði sem fyrst farið út í bruðl og óráðsíu og stefnt rakleiðis í annað hrun. 

Tölur vöruskiptajafnaðar segja ekki alla söguna. Þannig er sjávarútvegur sem er vel rekinn, með nær þrefalt meiri virðisauka fyrir þjóðarbúskapinn en stóriðjua. Ástæðurnar eru meðal annars þessar: 

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja rennur til eigendanna sem eru íslenskir. Hagnaður stóriðjufyritækjanna rennur allur til útlanda.

Hráefni sjávarútvegsins kemur úr auðlindalögsögu landsmanna en er ekki innflutt. Hráefni fyrir stóriðjuna verður að flytja yfir þveran hnöttinn. 

Stóriðjan krefst mikilla fórna náttúruverðmæta vegna þess að hún er mesta orkubruðl, sem til er og því þarf að sækja meira í að umturna og eyðileggja náttúruperlur en þarf fyrir önnur fyrirtæki, sem kaupa orku og skapa fleiri störf á orkueiningu.

Verðið fyrir orkuna er þar að auki allt of lágt.

Hrunið varð vegna þess að Íslendingar kunnu ekki að sníða sér stakk eftir vexti.

Það orðtak er dásamlega rökrétt því að það er svo augljóst hvaða óhagræði er að því að vera í allt of stórum sjóstakki.

Sjóstakkur okkar nú eru allt of stórir bílar, hús og hvaðeina sem við töldum okkur trú um að myndi færa okkur hamingjuna á tímum gróðærisbólunnar, sem sprakk framan í okkur.  

 


mbl.is Nærri 9 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Hárrétt!  Og ef bíl"dollan" kemur okkur frá A til B og frá B til C og aftur heim til A, hvað þurfum við þá með slysagildrur í formi jepplinga og jeppa upp á fleiri milljónir?  "Dollan" er fín.  Stóriðjan er svo skandall út af fyrir sig.  Takk fyrir þetta Ómar.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.7.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband