Tilvalið hús fyrir flugstöð og neyðarskýli ?

Ég skilgreini mig sem flugvallarbónda á Sauðáflugvelli eftir að sá flugvöllur fékk starfsleyfi 21. júní síðastliðinn og ég er skráður ábyrgðarmaður hans.  Efsta myndin hér var tekin þar að næturlagi í síðustu viku.p1012548.jpg 

Til að gegna hlutverki flugstöðvar og neyðarskýlis á vellinum stendur þar 32ja ára gamall húsbíll, fastur við niðrgrafna stöng með vindpoka. 

Flugvallarbúskapurinn er erfiður svona langt í burtu og uppi á hálendinu en gefandi þegar um er tilgangurinn og umhverfið er haft í huga, flugvöll sem getur nýst öllum flugvélum íslenska flugflotans að Fokker F50 meðtöldum. 

Einnig gerð myndarinnar sem snýst um flugvöllinn, "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland."

Næturkyrrðin var óviðjafnanleg meðan ég staldraði þar við. p1012545.jpg

Flugvöllurinn er vel staðsettur nokkra kílómetra vestur af Hálslóni og Kárahnjúkastíflunum og stutt að fara til Kverkfjalla, Öskju og Herðubreiðarlinda. 

Fyrir helgina fór ég langa ferð á gömlum fornbíl, frambyggðum Rússajeppa, alla leið frá Veiðafæraþjónustunni í Grindavík og upp á flugvöllinn norðan við Brúarjökul. 

Þetta er 750 kílómetra löng leið og Rússinn ekki hraðskreiður en þeim mun meiri tími gafst til að skoða landslagið á leiðinni og taka kvikmyndir og ljósmyndir. p1012547.jpg

Bíllinn var fullur af ýmsum varningi,  lóðabelgjum og öðrum merkingum sem þarf að koma fyrir við flugbrautirnar fjórar til þess að þær séu merktar á löglegan hátt. 

Á myndunum úr ferðinni sést hið stórmerkilega Eldgjárhraun alveg við veginn yfir Mýrdalssand í Álftaveri, en Eldgjárgosið 930 var stærsta gos á sögulegum tíma, stærra en Skaftáreldar. 

Katla hefur kaffært í sandi allan þann hluta hraunsins sem lægst stendur í Kötluhlaupum, en upp úr standa grónir hraunhólar.

Og alltaf er nú Búlandstindur við Djúpavog jafn tignarlegur.  p1012483.jpg

Þegar ég sé nú frétt af húsum Landsvirkjunar á Kárahnjúkasvæðinu, sem séu á lausu, er ekki laust við að manni detti í hug að einhver lítil eining þeirra gæti orðið að flugstöð og neyðarskýli á Sauðárflugvelli.

Þetta er jú við jaðar virkjanasvæðisins mikla.  p1012511.jpg

Hægt væri að setja það niður án rasks svo að hægt væri að fjarlægja það án umhverfisröskunar, ef svo bæri við. 

Ég segi nú bara si svona. Djók. 


mbl.is Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í vinnubúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mikið asskoti er rússinn glæsilegur.

Haraldur Bjarnason, 27.7.2010 kl. 19:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, alveg einstakur karakter, þessi ódýrasti húsbíll landsins, efni í sérstaka færslu þess vegna.

Ómar Ragnarsson, 28.7.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband