28.7.2010 | 00:30
Mjög slæmt að útlendingar fái ekki auðlindirnar á silfurfati ?
Ef ekkert hefði verið að gert og eignarhald Magma fyrir nánast gjafverð til 65-130 ára á HS orku runnið í gegn hefði Vilhjálmur Egilsson vafalaust verið ánægður vegna þess "góða" fordæmis sem gefið hefði verið og aðrir erlendir fjárfestar krafist sér til handa.
Honum finnst það hins vegar "mjög slæmt" ef reynt sé að viðhalda meirihlutaeign landsmanna á þessari dýrmætu eign. Hvað um sjávarútvegsfyrirtækin? "Mjög slæmt" að erlendir fjárfestar skuli ekki geta fengið þau líka fyrir spottprís?
Pólitísk leiktjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkið getur átt 51% á móti einkahlutafélagi í þessum fyrirtækum. Á þann háttin er komið í veg fyrir algera einkaeign á svona fyrirtækum.
Þetta má einnig nýta annarstaðar, svo sem í bankakerfinu og fleiri stöðum þar sem þörf er á.
Jón Frímann Jónsson, 28.7.2010 kl. 00:43
Seðlabanki Íslands og Gylfi Magnússon gáfu Magma Energy 400 milljón króna afslátt með því að leyfa því að nota aflandskrónur... er það ekki að gefa auðlindirnar?
Vilhjálmur bendir á að íslenska ríkið sé ekki að standa við skuldbindingar sínar vegna EES og taki ekki stórar ákvarðanir varðandi fjárfestingar nema með geðþóttaákvörðunum. Það er augljóst að það fælir erlenda fjárfesta frá, ekki bara þá sem vilja fjárfesta í orku heldur einnig í annarri starfsemi.
Lúðvík Júlíusson, 28.7.2010 kl. 03:36
Saga orkuveitufyrirtækja í allmannaeigu er svo glæsileg hér á landi, t.d. Orkuveitan og Landsvirkjun, ekki satt?
Er einhver sem vill reikna það út hvað skattgreiðendur og allmennir viðskiptamenn þessara fyrirtækja eru búnir að umframgreiða til þessara fyrirtækja í formi skatta og orkureikninga?
Er einhver sem vill reikna það út hve þetta síðasta og glæsilega útspil ríkisstjórnarinnar, kostar í sambandi við þá þegar laskað orðspor þjóðarinnar.
Og hvaða bull er þetta með sölu auðlindana úr landi? Heita vatnið mun alltaf sprautast upp úr holu á Reykjanesi.
það er stjórnvalda að setja leikreglurnar svo báðir aðilar hagnist.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 04:57
Það er mikið til í þessu, Ragnar hvað snertir Kárahnjúkavirkjun. Ekkert einkafyritæki hefði reynt að taka áhættuna af því að fara út í hana, eins tæp og sú framkvæmd var tæknilega og arðsemin fyrir neðan þau mörk sem einkafyrirtæki gátu lagt út í.
Ómar Ragnarsson, 28.7.2010 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.