4.8.2010 | 09:01
Gömul villa kemur í hugann.
Flestir eiga einhverjar bernskuminningar um að hafa villst. Ein slík kemur upp í hugann í sambandi við það þegar átta ára drengur týndist við Norðurá í gær.
Móðir mín hafði farið til tannlæknis við Óðinstorg og ég beið frammi á biðstofu á meðan.
Líklega hef ég verið um fjögurra ára gamall. Yfirleitt var ég þekktur fyrir það á þessum bernskuárum að vera ótrúlega rólegur og sitja kyrr við að dunda eitthvað eða spekúlera þegar ég hún setti mig á stól eða í sófa þegar hún heimsótti vinkonur sínar og frænkur.
En í þetta skipti var eitthvað utan dyra sem heillaði mig og ég fór út í að mér fannst afar stuttan göngutúr.
En ég gleymdi mér aðeins og var fyrr en varði orðinn rammviltur og gekk í angist um göturnar í grenndinni. Aftur og aftur kom ég þó á svipaðar slóðir og Óðinstorg en aldrei á réttan stað og mér leið alveg óskaplega illa, bæði yfir því að vera týndur og ekki síður yfir því að hafa strokið út um dyrnar á biðstofunni.
Að lokum fór ég að læra á umhverfið og tókst að komast til baka á biðstofuna og setjast þar áður en mamma kæmi loksins út frá tannlækninum.
Auðvitað þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að segja henni frá þessu og hef aldrei sagt nokkrum frá þessu fyrr en nú. Það var mikið.
Átta ára fór villur vega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski voru þetta bara 10 mínútur Ómar. Tímínn er óralengi að líða hjá barni þegar það týnist. Óttin er svo mikill.
Guðlaugur Hermannsson, 4.8.2010 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.