Hver eru áhrif virkjana jökulfljóta?

Í hinni merku bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Þjórsárver er athyglisverð umfjöllun hans um áhrif þess að aurframburður jökulfljóta hættir að berast til sjávar og fellur í staðinn til botns í miðlunarlónum.

Þessu atriði hefur verið lítið sinnt hér á landi, miklu minna en maður hefði haldið að nauðsynlegt væri miðað við þá hagsmuni sem  í húfi eru. 

Í tengslum við Kárahnjúkavirkjun var beðið um álit á áhrifum þess að níu milljónir tonna af aur féllu til botns í Hálslóni í stað þess að berast til sjávar út í Héraðsflóa og var tíminn svo naumur og fjárveitingin svo léleg til þess arna að vafasamt er að neitt gagn hafi verið af þessu. 

Margar spurningar vakna í þessu sambandi. Getur verið að aukið aurmagn, sem fljótin fluttu til sjávar á hlýindaárunum 1920 til 1965, hafi átt þátt í því að þorskstofninn óx við landið? 

Getur einnig verið að kólnun á árunum 1965 - 1995 ásamt því að aur í Þjórsá minnkaði vegna virkjana hafi átt þátt í því að þorskstofninn stórminnkaði á þessum árum? 


mbl.is Áhrif eldgossins á plöntusvif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör..

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er alþekkt Ómar að rækjan sækir í árframburðinn. Ég man að fyrir mörgum árum tók ég viðtal við skipstjóra á rækubáti sem þá var að veiðum rétt utan Héraðssands. Þetta var í júlí og mikil framburður úr Lagarfljótinu og Jökulsá á Dal. Skipstjórinn sagðist fara með rækjutrollið eins nálægt landi og hann þyrði og toga síðan þar til sjórin hætti að vera litaður jökulaur. Þarna var þá mokveiði. Þetta er líka þekkt á Skjálfanda og án efa hefur framburður jökulánna mikil áhrif á annað lífríkið, því ýsan kemur án efa líka í þetta og þorskurinn eltir rækjuna o.s.frv.

Haraldur Bjarnason, 4.8.2010 kl. 20:48

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

En það eer enn tími til að rannsaka!      Það virðist enginn makríll koma hér inn á Skagafjörð, verndar jökulaurinn okkur fyrir rándýrinu?

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 4.8.2010 kl. 21:07

4 identicon

Góð spurning og mikil þörf á ransóknum.

Hvar er Hafró núna.

Hvort er mikilvægara rafmagn fyrir auðhringa eða fiskur við Íslandsstrendur fyrir Kvótakónga ???

Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:21

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er grafalvarlegt og mikið hættuspil að raska svo verulega jafnvægi lífríkis sem hefur þróast óareitt frá örófi alda.

Það er afdráttarlaus skoðun mín að Hálslón sé stærra umhverfisslys en flesta órar fyrir.

Árni Gunnarsson, 4.8.2010 kl. 22:32

6 identicon

Eldgosið í Eyjafjallajökli sýndi okkur hversu inngrip okkar eru smávægileg. Það er komið nóg af þessu endalausa væli í náttúruverndarsinnum. Ef við ætlum okkur að geta búið á Íslandi þá verðum við að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða.

Gunnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 00:10

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En skemmtilegt að sjá að vegna þess að eldgos á Íslandi geta haft mikil áhrif sé bara allt í lagi fyrir okkiur að haga okkur eins og okkur sýnist gagnvart landinu.

Minnir á hugleiðingar um það að það skipti til dæmis ekki minnsta máli hvernig við göngum um Þingvelli vegna þess að hvort eð muni land síga þar síðar meir og vellirnir sökkva. 

Hliðstæða þessa hugsunarháttar væri að segja að vegna þess að sjúkdómar eins og krabbamein sýni hve "inngrip okkar efru  smávægileg" sé nóg komið af þessu endalausa heilsuvæli. 

Síðan kemur setningin "ef við æltunm að geta búið á Íslandi þá verðum við að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða" sem röksemd fyrir því að stúta náttúruverðmætum þess fyrir mesta orkubruðl veraldar, álver, sem þrátt fyrir 3ja milljón tonna framleiðslu á ári gæfu aðeins 2% vinnaflsins vinnu í álverunum. 

"Að nýta það sem landið hefur upp á að bjóða" þýðir í hugum Gunnars og hans líka aðeins verksmiðjuvinnu. 

Gullfoss og Geyir eða önnur enn meiri náttúruverðmæti eru verðlaus að hans mati, vegna þess að það er ekki þessi hefðbundna "nýting" sem felst í því að fólk njóti unaðsstunda. 

Samkvæmt þessum skilningi gefur Gullfoss ekki af sér krónu á meðan hann er óvirkjaður. 

Ómar Ragnarsson, 5.8.2010 kl. 07:50

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Græðgin kom okkur í koll. Þó voru það tiltölulega fámennur en fyrirferðamikill hópur Austfirðinga sem krafðist álvers og virkjunar. Haft var í háði að ekki gætu Ausfirðingar lifað af ferðamennsku eða fjallagrösum. Þó virðist flest benda til að hagnaðurinn af öðru þessara sé meiri en hagnaðurinn af Kárahnjúkavirkjun. Það má alla vega ekki ræða um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar en vitað er að fjárreiður Landvirkjunar eru í mjög erfiðu ástandi rétt eins og allra Íslendinga. Fyrir ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var reksturinn Landsvirkjunar mjög góður, fyrirtækið nánast skuldlaust og tekjurnar góðar og þar með framtíðin björt. Svo er tekin þessi ákvörðun sem eru eins og hver önnur afglöp.

Náttúrufræðingar höfðu lengi bent á samband jökulleirs og aukinnar fiskgengdar. Meira að segja löngu fyrir daga Kárahnjúkavirkjunar. Hugmyndafræðin að baki Flóaveitunnar á fyrrihluta síðustu aldar byggðist á þeirri vissu að jökulframburðurinn hefði áþekk áhrif og besti áburður. Þessi framkvæmd þótti svo merkileg á sínum tíma að eitt sinn þá nokkrir Íslendingar komu við í Róm og hittu páfann að hann spurði að fyrra bragði hvernig gengi með Flóaveituna?

Magma vitleysan er vonandi lokaáfanginn á þeirri heimsku sem vissir stjórnmálamenn virðast vera afvegaleiddir. Þar er það græðgin sem stjórnar, angi af Rei dellunni sem var byggð á sandi. Af hverju má erlendur braskari kaupa aflandskrónur sem íslenskir ríkisborgurum er ekki heimilt vegna gjaldeyrishaftanna, kaupa fjöregg þjóðarinnar á hálfvirði? Sumir einkum Sjálfstæðismenn eru mjög undrandi hvers vegna ríkisstjórnin vill koma í veg fyrir það.

Bestu baráttukveðjur gegn heimskunni í vesældarlandinu

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.8.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband