Með fleiri líf en kötturinn.

Ef Kastró kemst aftur til valda á Kúbu verður það enn eitt merkið um það að þessi maður hefur fleiri líf en kötturinn.

Síðan Kastró komst til valda á gamlársdag 1959 hafa hvorki meira né minna en tíu forsetar setið á forsetastóli í Bandaríkjunum og upplýst hefur veirð um tugi ef ekki hundruð tilræða við hann, sem bandaríska leyniþjónustan hefur reynt að koma í framkvæmd. 


mbl.is Kastró aftur til valda á Kúbu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já gamli refurinn er seigur

Sigurður Haraldsson, 6.8.2010 kl. 00:01

2 identicon

Ég heyrði fyrir mörgum árum að Kúbubúar töluðu aldrei um "þegar" Kastró deyr, heldur væri sagt "ef" Kastró deyr.....

árni aðalsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 01:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líklega verður uppi svipað við dánarbeð hans og þegar Franco lá banaleguna, sem var mjög löng.

Þegar ljóst varð að síðasta kvöld lífs hans var að renna upp smöluðu fylgismenn hans mannfjölda á torgið fyrir utan stofuna, sem hann lá í, og allir hrópuðu einum rómi: "Lifi Franco!  Lifi Franco !"  

Þegar Franco heyrði þetta hálfmeðvitundarlaus spurði hann hvað væri að gerast. 

Honum var svarað að allt þetta fólk væri komið til að kveðja hann. 

Þá spurði Franco: "Og hvert er allt þetta fólk að fara?" 

Ómar Ragnarsson, 6.8.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband