6.8.2010 | 08:38
"Á flandri" á hinsegin stað.
Við erum að leggja í hann, Andri Freyr Viðarsson og ég, í leiðangur "Á flandri" og stefnum á Sólheima í Grímsnesi.
Þar er tæplega hundrað manna samfélag fólks sem löngum mátti búa við að vera litið fordómafullum augum af þorra landsmanna, en þeir fordómar byggðust raunar á vanþekkingu eins og oft vill verða.
Fyrir réttum 25 árum heimsótti ég þetta fólk í fylgd Reynis Péturs Yngvarssonar og gerði um það sjónvarpsþátt sem vakti mikla athygli.
Í kjölfarið fór hin mikla ganga Reynis Péturs um hringveginn.
Ég hef að sjálfsögðu gert margt misjafnt um daga, lélegt eða skárra eftir atvikum, en þátturinn með Reyni Pétri skipar sérstakan sess í huga mínum þegar ég lít yfir farinn veg.
Og þá er bara að fara upp með stuðið. Ég veit að á Sólheimum er margt af vistfólkinu afar tónelskt og kann það mikið á netið að það getur farið inn á YouTube eða tónlistarspilarann hér vinstra megin á síðunni og skrúfað upp í laginu "Á flandri."
Athugasemdir
Er nokkuð búið að endursýna hann nýverið...Væri gaman að sjá hann aftur:)
Ætti maður ekki bara skella sér með honum í göngutúr um landið,ef kappinn vill fara aftur:)
En annað hvað er þetta "Á Flandri"??? Spyr sá sem ekki veit:)
Bestu kveðjur...
Halldór Jóhannsson, 7.8.2010 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.