Að láta sem ekkert C.

"Látum sem ekkert C" var heiti á plötu Halla og Ladda á sinni tíð. Þetta er ein af mörgum merkingm ensku sagnarinnar ignore og nafnorðsins ignorance en á íslensku vantar orð sem hefur svipaða merkingu.

Þrátt fyrir allt tal um upplýsingaöld og tíma gegnsæis virðist lítið breytast. Ignorance er og verður ávallt dýrmætt haldreipi ráðamanna og ráðandi afla, sem kjósa fáfræði,  að þykjast ekki vita, vilja ekki vita, þagga niður, fela, láta sem ekkert sé, vikja til hliðar, stinga undir stól o. s. frv.

Á því sviði sem ég hef mest kynnt mér á fréttamannsferli mínum, virkjanamálunum,  hefur ignorance, þöggun og upplýsingaleynd verið drýgsti þátturinn fyrir ráðandi öfl til að koma málum sínum fram. 

Höfuðatriðið hefur verið að leyna náttúruverðmætum sem fórna þarf vegna virkjana.

P1012677

Nú síðast í gær fór ég í ferð með tveimur af landeigendum Reykjahlíðar við Mývatn til að sýna þeim helstu náttúruundur Gjástykkis, sem þeir höfðu aldrei litið augum, hvað þá venjulegir ferðamenn við Kröflu sem bægt er frá aðgengi með læstu keðjuhliði.

Sjálfur uppgötvaði ég ekki staðinn sem myndin er af fyrr en fyrir þremur árum.

Þarna kom upp nýtt land í september 1984 þegar Ameríka, til vinstri á myndinn, og Evrópa, til hægri, færðust hvort frá öðru og var færslan nokkrir metrar. 

Við það óx land Reykjahlíðar um ca 60.000 fermetra eða sex hektara ! 

 Ignorance virðist vera smitandi og þeir sem þeir sem hagnast á fáfræði vita að flestum finnst best að vísa frá sér óþægilegri vitneskju og skáka í skjóli fáfræðinnar.

Kristur sagði: "Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera."  

Á timum upplýsinga myndi hann segja: "Fyrirgef þeim þótt þeir vilji ekki vita hvað þeir gjöra." 

 


mbl.is Upplýsti yfirmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott quote í Charles Darvin sem kannski á vel við: Ignorance more frequently begets confidence than does knowledge (1871)

Jón Atli (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Sæll Ómar minn.
Keðjan sem lokar veginum við Kröflu er á vegum Landeigendafélags Reykjahlíðar vegna þess að þeir vilja hefta aðgengi ferðamanna og annarra að þessu svæði.

Það er ekki Landsvirkjun sem heftir aðgengið.

En svo er annað sem þú veist líklega ekki að þú gætir hafa verið að sýna Reykhlíðungum land Þingeyjarsveitar. Reykhlíðungar eiga nefnilega ekki nema lítinn hluta af Gjástykki. 

Stefán Stefánsson, 16.8.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband