14.8.2010 | 20:54
Aldur er afstæður.
Akstur Magnúsar Þórs Helgasonar hringinn sýnir að aldur er afstæður og að það fer meira eftir hugarástandi hvers og eins en líkamlegu ástandi í hvaða formi þeir eru.
Af fréttum af akstri hans og líferni öllu að dæma leggur hann mikið upp úr því að vera í akstursþjálfun og notar öll tiltæk ráð til að halda heilbrigðri og ungri sál í hraustum líkama.
Því miður verður ekki það sama sagt um alla í umferðinni.
Nú nýlega átti ég leið suður til Keflavíkur og lenti þá í halarófu á eftir lestarstjóra sem ók á 60 kílómetra hraða þar sem 90 km hraði er leyfilegur. Allan kaflann, sem vegurinn var einbreiður, hélt þetta andlega gamalmenni þessum lága hraða, greinilega ófær um að stjórna bíl í umferðinni.
Ekki datt honum í hug að hnika bílnum til út á vegöxlina til að liðka til fyrir þeim sem á eftir honum fóru.
Hann var á nýlegum jeppa og greinilega ekkert að bílnum.
Það er sérlega bagalegt þegar svona gerist á þessum vegarkafla því að um hann eiga leið á ákveðnum tímum sólarhrings rútur og bílar með fólki sem þarf að komast á tilsettum tíma suður á Keflavíkurflugvöll.
Þarna er það fjölfarið á álagstímum að engin leið er að fara fram úr, einkum ef við stýrið á bíl númer tvö í röðinni er álíka örvasa bílstjóri, einn af þessum sem hægir ferðina niður í 40 í aflíðandi beygjum Kambanna og stendur á bremsunni allan tímann.
Ók hringinn á tíræðisaldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt upp á 50 ára afmæli mitt í gærkveldi, og dró framm hressan leik til að láta gestina aðeins hlæja. Þett með andlegan hressleika kom þá snögglega í ljós, hvejir eru þátttakendur í lífinu og hverjir verða alltaf áhorfendur að því. Magnús og Ómar eru og verða þátttakendur í lífinu.
En leikurinn hepnaðist vel og var mikið hleigið þegar mismunandi liðugleiki fólks kom í ljós. Ég ætla að halda því hér með framm að andlegur liðugleiki og líkamlegur eigi töluverða samleið þegar árum fjölgar.
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.8.2010 kl. 12:21
Þetta dæmi þitt Ómar sýnir það og sannar að það þarf tvíbreiða veg alla Reykjanesbrautina og því þarf að klára það verkefni. Það vantar svolítið að kenna Íslendingum "siðareglur" í umferðinni því ekki ók maðurinn á ólöglegum hraða.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 13:23
Nei, hann ók ekki á ólöglegum hraða en braut hins vegar meginreglu þeirra umferðarlaga sem ég lærði á sínum tíma að haga akstrinum þannig að það auki á öryggi og liðki sem best fyrir umferðinni.
Þetta er mest brotna regla siðmenntaðrar umferðar hér á landi, - landlægur ósiður og dónaskapur.
Ómar Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.