17.8.2010 | 10:41
Blaðamaður víki vegna óskeikulleika?
Ég tel mig knúinn til að taka upp merki Eiðs Svanbergs Guðnasonar í málvöndun varðandi mistök blaðamannsins sem skrifar tengda frétt um óhlutdrægni dómara, - fæ ekki orða bundist.
Hann eyðileggur fréttina með því að skilja ekki orðið óhlutdrægni.
Hann snýr við merkingu orðsins og er það með ólíkindum vegna þess að höfuðatriði í verklagi blaðamanns er hið sama og dómara, að sýna óhlutdrægni, það er að gera sjónarmiðum jafnhátt undir höfði, vera ekki hlutdrægur.
Ég leyfi mér að efast um hæfni blaðamannsins úr því að hann kann ekki skil á jafn mikilvægu grundvallaratriði í starfi sjálfs hans.
Að Ragnar Aðalsteinsson krefjist þess að dómari víki vegna óhlutdrægni fær ekki staðist.
Þvert á móti krefst hann þess að dómari víki vegna hlutdrægni.
Ég vona að blaðamaðurinn geri ekki frétt um það að ég ber fram þessa gagnrýni.
Ef hann gerði það myndi hann orða það svona: Ómar Ragnarsson krefst þess að blaðamaður víki fyrir það að vera óskeikull.
Efast um óhlutdrægni dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður hafa kröfur um rétt málfar fréttamanna hrakað rosalega og ekki lengur prófarkarlesið það sem fer í fjölmiðla.
T.d. hef ég oft rekið augun í að fuglastofnar, skordýr ofl sé nú fjölmennur stofn.
Elsa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:37
Því miður virðist hið sama gilda um fleiri en blaðamenn, ekki síst bloggara og semjendur athugasemda við blogg, eins og sjá má á athugasemdinni hér að ofan.
Ágúst Lúðvíksson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:32
Ætli hann hafi ekki bara óvart lætt inn einu auka ó-i. Það virðist m.a.s. verið búið að lagfæra það núna, líklega bara ákveðið að lesa bloggið.
Efast um óhlutdrægni dómara
er fyrirsögnin eins og hún birtist mér.
Danni (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 13:07
Ef texti blaðamannsins hefur verið leiðréttur er það af hinu góða.
Ómar Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.