Það var mikið !

Í fimmtíu ár hefur það verið viðtekin sjónarmið hér á landi að útilokað sé að bæta aðgengi að náttúruperlm nema að fyrst verði virkjað á svæðinu.

Ég fullyrði að Ísland er eina landið í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem þessi þjóðtrú hefur fengið að blómstra. 

Árum saman stóð stórt skilti Landsvirkjunar við innkeyrslu á svæðið norðan Vatnajökuls þar sem fullyrt var að Kárahnjúkavirkjun væri forsenda þess að hægt væri að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. 

Sem sé: Forsenda þess að fólk gæti fræðst um þetta svæði og komist inn á það var að byrja fyrst a því að gereyða náttúruundurm stórs hluta þess og standa þar fyrir mestu umhverfisspjöllum álfunnar ! 

Þessi aðferð hefur hingað til verið talin gjaldgeng og góð meðal annars nú síðast varðandi Gjástykki og Þjórsárver og fossana mikli í efri hluta Þjórsár.

Jón Vilmundarson sveitarstjórnarmaður er líklega fyrsti sveitarstjórnarmaður Íslandssögunnar sem orðar svipuð sjónarmið og gilda í öðrum löndum um þetta efni. 

Ég bendi á myndir í undanfarandi bloggpistlum mínum af tveimur komandi virkjanasvæðum, fossunum í Þjórsá og af svæðinu sem virkjun Skjálfandafljóts mun hafa áhrif á. 


mbl.is Vilja láta bæta aðgengi að friðlandinu í Þjórsárverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það stendur ekki steinn yfir steini hjá þér í þessu, frekar en fyrri daginn.

Þú segir: "Árum saman stóð stórt skilti Landsvirkjunar við innkeyrslu á svæðið norðan Vatnajökuls þar sem fullyrt var að Kárahnjúkavirkjun væri forsenda þess að hægt væri að stofna Vatnajökulsþjóðgarð." 

Mér þætti gaman að sjá upprunalega textann á þessu skilti. Ég hef grun um að Ómar Ragnarsson sé að tjá innihaldið og túlka með eigin orðum... reyndar fullyrði ég það.

"Ég fullyrði að Ísland er eina landið í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem þessi þjóðtrú hefur fengið að blómstra."

Þetta er auðvitað dauðans della. Það er fullt af áhugaverðum stöðum í heiminum, þar sem ekki hefur borgað sig að leggjast í vegagerð.... fyrr en "eitthvað annað" hefur komið á undan. Það eru einnig mörg svæði, þjóðgarðar og annað, þar sem alls ekki verða lagðir vegir, heldur er stílað á "Hiking" túrista. Á Íslandi eru aðstæður allt aðrar, eins og dæmin sanna af fréttum af vanbúnum hálendistúristum.

Þjóðvegur 1 er fjarri því að uppfylla ESB-lög um örugga vegi. Það er þó unnið hörðum höndum að því hjá Vegagerðinni að bæta úr, en oft er það meira af vilja en mætti vegna fjárskorts. Á meðan svo er, verðum við að forgangsraða af mikilli útsjónarsemi og fáfarnir túristavegir á hálendinu, sem eru í notkun 3-4 mánuði á ári, hljóta að verða aftarlega í röðinni.

"....að gereyða náttúruundurm stórs hluta þess og standa þar fyrir mestu umhverfisspjöllum álfunnar ! "

Þriðja stigs lýsingarorð á öllum sköpuðum hlutum missir marks með tímanum. Ég hefði orðað þetta öðruvísi: "Örlítill hluti af hinu stórkostlega hálendi norðan Vatnajökuls, varð fyrir neikvæðum umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar og fallegasti og stórfenglegasti hluti Hafrahvammagljúfurs er nú aðgengilegur ferðamönnum í fyrsta sinn. Hugsanlega mætti gera stiga niður í gljúfrið og gefa ferðamönnum kost á að ganga í botni þess."

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: K.H.S.

Sæll Ómar.

Umræður um ferðamennsku í sambandi við náttúruvernd er ábótavant að mínu áliti. Horfði á þátt á Sky sem fjallaði um náttúruvernd og var þar fullyrt að ferðamennska væri stærsti eyðileggingar og mengunarvaldur nútímans. Þar var sagt frá því að Norðmenn íhuguðu að skattleggja lágfargjaldaflugfélög til að minnka óþarfa flakk. Þegar maður hugsar þetta niður í kjölinn kemst maður að sömu niðurstöðu. Að stöðva eða hindra óþarfa flakk heimsálfa á milli er sú leið sem fara þarf. Engar gláp og gónferðir milli landa. Allar flugvélarnar búnar til úr áli,áli sem er búið til með rafmagni fengnu frá virkjunum, fullar af flökkurum sem valsa um viðkvæma staði og vandmeðfarið gróðurlendi á menguðum skóm, eða vaða árnar í ósótthreinsuðum stígvélum.

Var andvaka og hugsi eftir þennann þátt og komst að þeirri niðurstöðu að ferðamennska og óþarfa flakk væri að ganga af öllu dauðu á jörðinni.

K.H.S., 18.8.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisverður vinkill, Kári

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 11:42

4 identicon

Sæll Ómar
Jón Vilmundarson, sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, er greinilega orðinn mikill umhverfisverndarsinni. Jón Vilmundarson er líka bóndi í Skeiðháholti. Þar er staðan hins vegar þannig að hann er búinn að selja land undir virkjun í neðri hluta Þjórsár og einnig hefur hann lagt veg fyrir Landsvirkjun þvert í gegnum landið sitt niður að ánni. Sennilega hagnast fáir eins mikið á stækkun friðlandsins eins og sveitarstjórnarmaðurinn og landeigandinn Jón Vilmundarson, því meðan ekki verður gert miðlunarlón þá aukast líkur á virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Það vill Jón Vilmundarson.

Jónas Yngvi Ásgrímsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 12:23

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það var kaldhæðnislegt þegar "mótmælendur" (fjármagnaðir  og sendir erlendis frá að einhverju leyti) voru að mótmæla álverum - bæði fyrir austan og sunnan:

  • Flugu hingað í flugvélum úr áli
  • Óku á staðin með bílvélar úr álblöndu - á álfelgum 
  • Tjölduðu með álhælum og álsúlum
  • elduðu í álpottum
  • /eða grilluðu á álbakka og notuðu álpappír
  • boðuðu af áldiskum
  • Keyrðu um á álfelgum
  • Notuðu álstiga við að príla upp á vinnuvélar og krana
  • Tóku myndir á myndavélar úr áli
  • Hringdu í farsíma úr áli

Hvaða líf væri hjá þessum mótmælendum - án áls?

  • hlustuðu á útvarp úr áli

Kristinn Pétursson, 18.8.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Karl Ingólfsson

Það er merkileg heimsmynd Kristinn að gera þá kröfu til þeirra sem ekki sjá hag af frekari raforkusölu til álvera, -að þeir hætti með öllu að nýta sér ál.

Þetta er álíka gáfulegt og halda því fram að andstæðingar kvótakerfisins og fiskveiðistjtjórnarkerfisins eigi ekki að borða fisk eða taka lýsi!

Er ekki við hæfi að lyfta umræðunni á vitrænt plan, þú hefur staðið þig ágætlega í umræðunni um fiskimiðin (og þú hlýtur að éta fisk).

Karl Ingólfsson, 18.8.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Karl. Misskilningur er einhver alversti skilningur sem hægt er að leggja i hlutina

Ég er bara að benda á  hvað þetta er fráleitt að vera á móti áframleiðslu og nota svo allt saman á fullu - (hugsanlega ómeðvitað)...

 Ef öll álver væru stöðvuð eftir uppskrift "umhverfisverndarsinna" - myndi  álverð hækka svo mikið að það yrði heimskreppa.

Auðvitað verður að anna eftirspurn eftir áli og  Íslensk orka er endurnýjanleg og skilar engri mengun - borið saman við orku til álvers með brennslu brúnkola - sem dæmi.

Ný álver hér - og lokun úreltra álvera á móti erlendis - sem nýta brúnkol - er Global minnkun á losun Co2 og annarri mengun.  Allt veðrakerfið er hnattrænt - það sjáum við af útbreiðslu gosösku héðan - sem berst á örskotsstund um heim allan.

Við erum því að gera mikið gagn - þegar nýtt álver rís hér og lokað er örðu úreltu sem brennir brúnkolum.

Ég grilla fisk hann er í miklu uppáhaldi hjá mér - þetta er alveg ótrúlega skrýtin samlíking.   Ég vil veiða MEIRI fisk svo samlðikingin er 180°  úr fasa

Það má alveg velta fyrir sér tvöfeldina í þessu. Svo er þetta líka tilraun með smá húmor hjá mér - mér finnst þetta pínu fyndið í svona samhengi....

Kristinn Pétursson, 18.8.2010 kl. 15:41

8 Smámynd: Karl Ingólfsson

Það eru ekki margir Íslendingar sem eru í sjálfu sér andvígir álvinnslu eða málminum sjálfum.

Það er hinsvegar stór hluti þjóðarinnar andvígur því að að spilla umhverfi til að framleiða raforku sem seld er tugum prósenta undir heimsmarkaðsverði til fleiri álvera á Íslandi.

Andstaðan við virkjanir snýst því ekki um ál, hún snýst um náttúruvernd og hagsýni.

Það er því út úr kú að gera athugasemdir við að andstæðingar áframhaldandi virkjanastefnu noti málminn.

Karl Ingólfsson, 18.8.2010 kl. 16:16

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Of mörg vitni eru að því hvað stóð á skiltum Landsvirkjunar t. d. við Möðrudal til þess að þú getir borið upp á mig lygar varðandi það, Gunnar minn.

Ég ætla við tækifæri að grafa í ljósmyndasafni mínu og birta mynd af þessu dæmalausa skilti. 

Það er ein bábiljan að Kárahnjúkavirkjun hafi gert fólki það kleift í fyrsta skiptia að ganga niður í Hafrahvammagljúfur. 

Eða af hverju heldurðu, Gunnar, að Niðurgöngugil hafi heitið og heiti enn þessu nafni?

Vegna þess að menn hafi fengið þar skitu?

Nei, þetta nafn sitt fékk það vegna þess að þar hefur verið hægt að ganga niður í gljúfrið að austanverðu og ég gerði það sjálfur fyrir tíu árum. 

Þá var það stórkostleg upplifun að fara niður að hinni beljandi Jöklu og finna nálægð hins einstaka afls sköpunarmáttar hennar þegar hún svarf og viðhélt gljúfrinu með tíu milljóna tonna árframburði á hverju sumri sem skapaði þetta gljúfur og hélt því við.

Nú er byrjað að hrynja ofan í gljúfrið án þess að áin hreinsi það burtu. 

Ómar Ragnarsson, 18.8.2010 kl. 18:03

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðum rökfærsluna hér að ofan sem svo oft er notuð og nokkrar hliðstæður hennar.

Náttúruverndarfólk telur nóg komið af álverum á Íslandi = Það er á móti ál og er í mótsögn við sjálft sig með því að nota ál.

Náttúruverndarfólk telur ekki þörf á að umturna öllum helstu náttúruundrum Íslands til að selja orkuna á spottprís mestu orkubruðlurum í heimi = Það er á móti rafmagni, vill að við förum aftur inn í torfkofana og er í mótsögn við sjálft sig nema hætta að nota rafmagn.

Læknar benda á að mikil neysla sykurs og fitu ásamt hreyfingarleysi sé varasöm = Þeir eru á mót því að fólk hvíli sig og í mótsögn við sjálfa sig nema þeir neyti aldrei neins sem sykur eða fita er í. 

Sumir stjórnmálamenn vara við of mikilli fjölgun mannkyns = Þeir eru á móti kynlífi og barneignum og í mótsögn við sjálfa sig nema lifa einlífi án kynlífs.

Ómar Ragnarsson, 18.8.2010 kl. 18:15

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er örugglega með öllu óraunhæft að stefna ferðamönnum í röðum ofan í gljúfrið með ískaldri jökulánni... beljandi

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2010 kl. 19:19

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, Gunnari hugnast líklega betur sá dauðdagi þeirra að falla niður í stórgrýtið á botnum og lemstrast til dauðs !

Ómar Ragnarsson, 18.8.2010 kl. 21:02

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er hægt að gera öruggan stiga niður, jafnvel lyftu eða einhverskonar kláf. Svo er hægt að ganga þurrum og öruggum fótum í botninum. En áður þarf sjálfsagt að kanna laust grjót í gljúfurveggjunum til að koma í veg fyrir slys.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2010 kl. 00:10

14 identicon

Mikið andskoti ert þú, Gunnar þröngsýnn og einhliða. Það er skelfilegt að lesa hvað þú ert einsýnn og oft á tíðum ílla upplýstur öfgamaður. Það eru alltaf a.m.k tvær hliðar á málunum, nema hjá þér, öfgasinnaður ofstækismaður sem hefur ekkert fram að færa nema öfgar. Ég held að þú ættir að leita þér hjálpar strax !

HStef (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 10:16

15 identicon

Og Kristinn er ekki hótinu skárri heldur en ÖfgaGunnar ! Ég er EKKI á móti áli né rafmagni en ég er á móti Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisspjalla. Þessi klisja Kristins sýnir hversu einfaldir ofstækismenn þeir eru, það er allt eða ekkert og ekkert þar á milli. Það eru svona hugsun sem kom okkur í eitt stykki bankahrun og þar hjálpaði Kárahnjúkaofstækin til. Þegar ákveðið var að virkja fór hluti þjóðarinnar samstundis á sturlað neyslufyllerí sem skapaði þenslu. Versti óvinur Íslenskrar náttúru landsins er Sjálfstæðisflokkurinn með ofstækisfólk eins og ykkur innanborðs. 

HStef (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 10:26

16 identicon

Og Kristinn er ekki hótinu skárri heldur en ÖfgaGunnar ! Ég er EKKI á móti áli né rafmagni en ég er á móti Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisspjalla. Þessi klisja Kristins sýnir hversu einfaldir ofstækismenn þeir eru, það er allt eða ekkert og ekkert þar á milli. Það eru svona hugsun sem kom okkur í eitt stykki bankahrun og þar hjálpaði Kárahnjúkaofstækin til. Þegar ákveðið var að virkja fór hluti þjóðarinnar samstundis á sturlað neyslufyllerí sem skapaði þenslu. Versti óvinur Íslenskrar náttúru landsins er Sjálfstæðisflokkurinn með ofstækisfólk eins og ykkur innanborðs.

HStef (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband