Skeytingarleysi um náttúruundur.

Vatnskerfi Þingvallasvæðisins, allt frá Langjökli um gjárnar og vatnið sjálft til Hengils og Hellisheiðar er einstakt undur.

Þrátt fyrir sérstök lög um verndun þessa vatnasvæðis hefur ríkt og ríkir magnað skeytingarleysi um það. 

Þegar ég leitaði frétta af því að arsenik hefði fundist í sunnanverðu vatninu fyrir fimm árum mætti mér ísköld þögn og ég fékk engan til að koma í viðtal um það mál. 

Eitt og annað smælki var þó nefnt, svo sem að hvað varðaði affallsvatn frá Nesjavallavirkjun væri reiknað með því að það rynni til suðurs. 

Fannst mér það sérkennilegt því að landinu hallar upp á við í þá átt.

Þetta skar í augun þegar ég fór austur og tók myndir af tjðrninni sem þetta vatn rá virkjuninni rennur í á milli virkjunarinnar og vatnsins. 

Þær myndir voru aldrei birtar og enga frétt gat ég gert um þetta mál vegna skorts á upplýsingum um það. 

Menn virðast alveg reiðubúnir til að auka við mannvirki og umferð við vatnið, jafnvel umferð sem ekki tengist Þjóðgarðinum heldur sjálfsagðri vegabót á leiðinni milli uppsveita Árnessýslu og Reykjavíkur og hefði átt að leysa með vegi um Grafningsskarð og Grímsnes. 

Þá leið hefði átt að fara og malbika Konungsveginn án umtalsverðra breytinga á honum. 


mbl.is Saurmengað vatn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Ómar,

Værir þú til í að senda mér email póstfangið þitt. Ég heyrði einmitt af þessu fyrir 6 árum og gerði í kjölfarið rannsókn á þessu máli og fleiru tengdu því. Mig langar til að senda þér niðurstöðurnar.

kveðja, Bergur

Bergur Sigfússon (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Póstfang mitt er:

hugmyndaflug@hugmyndaflug.is

Á sínum tíma gerði ég frétt og bloggaði í framhaldinu um nokkra valkosti varðandi samgöngubætur á leiðinni Reykjavík-Geysir en aldrei fékkst nein umræða eða skoðun á þessu. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband