Hvernig væri að líta á meginlínurnar?

Halldór Laxness benti eitt sinn á það eðli Íslendinga að gera smáatriði að aðalatriðum í stórum málum, jafnvel atriði sem engu máli skipta.

Síðan væri allri orkunni eytt í "steingelt þras" um þessi aukaatriði en stóra málinu drepið á dreif. 

Hvernig væri nú að líta á aðalatriði Hrunsins: 

1. Eðlilegar og þarfar umbætur í frjálsræðisátt á tíunda áratugnum snúast upp í stórfellda sjálftöku og oftöku spilltra afla með tilheyrandi einkavinavæðingu þar sem ofríki tveggja stjórnmálamanna fær að leika lausum hala fram á miðjan fyrsta áratug þessarar aldar.

2. Búin er til þensla, að fyrstu með grunn í skammtímahugsun stórfelldra virkjana- og stóriðjuframkvæmda á kostnað komandi kynslóða og með sprengingu í húsnæðislánakerfinu, fyrst hinu opinbera og síðar hinu einkavinavæddda. Þenslan, að mestu innistæðulaus stigmagnast stjórnlaust og verður að stærstu gróðærisbólu miðað við stærð þjóðarinnar, sem um getur.  Hún byggist á því að hleypa öllu lausu, skrá gengi krónunnar 30-40% of hátt og halda uppi hávöxtum sem laðar að hættulegt erlent fjármagn (t. d. Jöklabréfin). 

3. Í banka- og fjármálakerfinu nýta gróðafíknir menn sér þetta og nota margir hverjir til þess öll tiltæk ráð. Fólk og fyrirtæki eru leynt og ljóst hvött til stærstu lántöku Íslandssögunnar í erlendum myntum. Skuldir heimilanna og fyrirtækjanna fjórfaldast á örfáum árum og vegna þess að mikill meirihluti þjóðarinnar lætur sér þetta vel líka verður til þöggun á meginatriðum sem öllu skipta. Svo sem því að bankakerfið sé orðið margfalt stærra en þjóðarbúið og hin tilbúna og siðlausa gróðærisbóla hljóti að fara úr böndum og springa með hvelli. Tapið er ekki aðeins Íslendinga heldur reiknast tap útlendinga 7000 milljarðar eða fjórföld árleg þjóðarframleiðsla landsins og finnast engin dæmis slíks í veraldarsögunni. 

Í stað þess að fara djúpt ofan í grunn þess hvernig þetta allt gat gerst á svonefndri öld fjölmiðlunar eru deilurnar nú komnir niður í það hvort einhver hafi hringt í einhvern á einvhverjum tímapunkti þegar menn menn tókust á um það í örvæntingu hvernig ætti að reyna að bjarga því sem bjargað yrði.

 

 


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Smásálarháttur Íslendinga er alltaf samur við sig.

Heimir Tómasson, 20.8.2010 kl. 12:52

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ennþá eru margir að æpa eftir skyndilausnum á kostnað komandi kynslóða. Enn eiga virkjunarframkvæmdir og stóriðjan að bjarga þjóðfélaginu. Hvenær byrjum við að læra úr mistökunum?

Úrsúla Jünemann, 20.8.2010 kl. 17:23

3 identicon

Algjörleg sammála þér Ómar það er bara verið að koma af stað rifrildum þar sem hinum Íslenska borgara er att að hverjum örðrum og svo að aðal málið gleymist sem er í þessu útrása víkingarnir

Hitler kom því inn hjá Stalín að hershöfðingjar Stalíns væru allir svikarar svo Rauði herinn var höfuðlaus her þegar Hitler lagði til atlögu.

Og einhver staðar stendur að besta trick djöfulins hafi verið þegar hann taldi mannfólkinu trú um að hann væri ekki til.

Loki (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Davíð Oddsson

Veit nokkur símanúmerið hjá Björgólfi? Mér finnst það ekki koma nógu skýrt fram í þessari frétt.

Davíð Oddsson, 20.8.2010 kl. 21:00

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þessi hegðun er ekki bundin við Íslendinga. Hún er bundin við manninn. Finnst á Bretlandseyjum tam.

Maðurinn hefur takmarkaða getu til að líta á einstök úrlausnarefni undir víðu sjónarhorni. Þetta kom fram t.d. í dag við kaup lífeyrissjóðanna á Vestia. Þeir, sem þar réðu ferðinni, tóku ákvarðanir, þar sem niðurstöðunni réði hinn þröngi reynsluheimur þeirra sjálfra. Þar var engin frumleg hugsun á ferð.

Það segir ekki, að hugsun okkar, Ómar, sé yfir gagnrýni hafin.

Sigurbjörn Sveinsson, 20.8.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband