21.8.2010 | 09:38
Gamla sagan um lögregluskýrsluna.
Orðræðan núna um skýrslur um lögreglumál minnir á gamla sögu af lögreglumanni sem fann lík í Fishersundi.
Til þess að skýrslan væri pottþétt dró hann líkið upp í Garðastræti af því að hann vissi ekki hvernig ætti að skrifa orðið Fishersund.
Einnig kemur í hugann kjaftasaga frá þeím tíma þegar bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel innleiddi byltingarkenndar öryggisreglur við smíði álversins í Reyðarfirði og óhöpp og slys á vinnustaðnum nánast hurfu samkvæmt skýrslum.
Einhverjir gárungar kváðust þá hafa rekið augun í það, að samkvæmt slysaskýrslum hefði samsvarandi slysum stórfjölgað í heimahúsum á svæðinu.
Taka undir orð formanns síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekki einu dæmin um það hvernig hið opinbera reynir að blekkja almenning til að fegra hlutina.
Reykjavíkurborg hefur stundað þennan leik t.d. með því að segja að fleiri séu farnir að hjóla í vinnuna því bílaumferð í Ártúnsbrekunni hafi minkað. Þessa niðurstöðu fengu þeir aðeins með því að mæla umferðarþungan í Ártúnsbrekunni, og gerðu þá bara ráð fyrir að hann væri minni því að fólk hlyti þá að hjóla í staðinn. Hið rétta er að atvinnuleysi hefur aukist stórlega og fólk hefur flust úr landi og það hefur vissulega minkað umferðarþungan á morgnana.
Annað dæmi eru bændur, þegar þeir halda því fram að íslenska mjólkin sé ódýrust í Evrópu, ekki var tekið fram að íslenska verðið var athugað í Bónus en t.d. það Danska í næturafgreiðslu Select þar sem hún kostar 10dkk lítrinn, í venjulegri verslun kostar hún hinsvegar 4,5dkk. Ekki tóku bændur heldur með í reikninginn að íslenska mjólkin er ríkisstyrkt þannig að við erum að borga óbeint mikið meira fyrir hana.
Einnig er reynt að telja fólki trú um að það sé ódýrt að versla á íslandi útaf genginu og fólk eigi að versla heima í stað þess að fara erlendis, ef farið er t.d. inn á heimasíðu Elko á íslandi og svo Elko (Elgiganten) í Danmörku er hægt að sjá það skýrt t.d. að sama myndavélin er oftast 100% dýrari á íslandi
The Critic, 21.8.2010 kl. 10:35
Ok, en hvað græðir lögreglan á því að draga úr alvarleika mála í skýrslum?
Hermann Bridde (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 10:44
Þú ert naskur að þefa upp kjaftasögurnar, Ómar.
Þessi sem þú ert að segja um Bechtel hér Á Reyðarfirði er reyndar svo vitlaus að það tekur því varla að leiðrétta hana... en ég ætla nú samt að láta mig hafa það.
Það er vissulega rétt að Bechtel innleiddi byltingakenndar öryggisreglur og var það vel. En í hvaða heimahúsum áttu slysin að hafa orðið?
Af þeim 16-1800 manns sem unnu fyrir Bechtel á Reyðarfirði, voru Reyðfirðingar taldir á fingrum annarar handar. 90-95% starfsmannanna bjuggu í starfsmannaþorpinu sem staðsett var um 1 km. frá bænum, og af þeim voru um 70-80% Pólverjar. Í starfsmannaþorpinu giltu sömu ströngu öryggis og umgengnisreglur og á vinnusvæðinu sjálfu. Það voru helst yfirmennirnir sem áttu venjuleg heimili með fjölskyldum sínum í bænum sjálfum og varla hafa þeir verið að slasa sig mikið.
Það er stundum sagt að góð saga eigi ekki að gjalda sannleikans.
Þetta er ekki góð saga hjá þér Ómar. Reyndar er hún vond, því hún var sögð á sínum tíma í annarlegum tilgangi, af þeim sem börðust sem hatrammast á móti framkvæmdunum hér eystra og fór þar lygapakkið í "Saving Iceland" samtökunum fremst í flokki. Margir Íslendingar lögðust á sveif með þessum glæpamönnum, m.a. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður og ráðherra Vinstri grænna.... og svo þú sjálfur, ... auðvitað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 14:10
.... og ekki má gleyma "flugumanni" þeirra meðal Reyðfirðinga sjálfra; fyrrv. varaþingmann Alþýðubandalagsins og "brottflæmda" bóndann á Kollaleiru, Guðmund Beck. Þar átti "Saving Iceland" hauk í horni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.8.2010 kl. 14:16
Fischersund var það Ómar.....Fischersund. Gleymdir "C"-inu... Er það nema von að einhverjir hafi ákveðið að drösla mönnum niður í Aðalstræti eða upp í Garðastræti?
Snorri Magnússon, 21.8.2010 kl. 20:37
Ekki veit ég hve oft ég hef greint frá því að Bechtel innleiddi frábær vinnubrögð í öryggismálum við byggingu álversins á Reyðarfirði.
Þess vegna er alveg óþarfi að vera svona viðkvæmur fyrir því að þessi skondna kjaftasaga, sem Gunnar segist vita nákvæmlega hvaðan kom, komst á kreik.
Sjálfur segi ég í pistlinum hér að ofan sem skoðun mína, byggða á staðreyndum, að Bechtel "innleiddi byltingarkenndar öryggisreglur við byggingu álversins.
Ómar Ragnarsson, 22.8.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.