21.8.2010 | 09:44
Upp með steminguna !
Þótt það sé nokkuð svalt miðað við það sem verið hefur á þessu heita sumri er bjart og fallegt um að litast í höfuðborginni í dag.
Við getum þar að auki aukið á stemninguna sjálf með því að njóta þess að vera til í dag og nýta okkur fjölbreytta dagskrá í allan dag út um alla borg.
Bendi á lag á tónlistarspilaranum hér til vinstri á síðunni, sem gefur tóninn. Það heitir Reykjavíkurljóð en er reyndar fyrir misgáning merkt okkur Gunnari Þórðarsyni.
Ragnar Bjarnason borgarlistamaður 2006 syngur með kvartettinum Borgarbörnum og undirleik stórhljómsveitar Gunnars Þórðarsonar.
Athugasemdir
Þakka þér fyrir frábæra skemmtun í Landsbankanum í dag.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.