Dýrð í Hallgrímskirkju.

Menningarnóttin geymir mörg ólík fyrirbæri, allt frá "ölvun og ryskingum" sem greint er frá nú í morgunsárið til tónanautnarinnar sem þeir Gunnar Gunnarsson og Sigðurður Flosason buðu upp á í Hallgrímskirkju í gærkvöldi.

Hvílík nautn er það að heyra í þessum snillingum fara höndum um saxófóninn og hið volduga orgel, sem Gunnar laðaði hvers kyns tónaflóð úr, allt frá undirveiku suði tll þess volduga ofurhljóms sem þetta magnaða hljóðfæri getur skilað frá sér. 

Já, menningarnóttin stóð fyrir sínu og mikið óskaplega er það gaman að geta búið til svona mikla upplyftingu í þess orðs fyllstu merkingu. 


mbl.is Annasöm nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Gott að heyra svona jákvæðni um menningarnótt. Og við Íslendingar höfum sem betur fer ennþá margt sem hægt er að þakka fyrir og gleðjast yfir.

Takk fyrir að minna okkur á það Ómar. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband