Urðu að ósk minni.

Ég bloggaði í gær um það hugarfar sem ég vonaðist til að sjá hjá tveimur liðum í efstu deildinni í kvöld, Haukum og Fram.

Það ætti að byggjast á því hvað Haukana snerti að sýna fram á það að þeir gætu unnið hvaða lið sem væri og ekki bara það, heldur líka ráðið úrslitum um það hver yrði Íslandsmeistari. 

Þeir hafa þegar sýnt fram á það fyrrnefnda og nú er bara að sjá hvort hið síðarnefnda fylgir í kjölfarið. 

Framararnir, mitt lið, stóð líka fyrir sínu. Þeir hafa unnið sex leiki, gert fimm jafntefli og tapað fimm leikjum og yrirleittt hefur markamunurinn verið lítill. 

Það bendir til þess að þrátt fyrir að nokkrir leikir hafi tapast í röð með litlum mun sé liðið með nokkuð stöðugan karakter og geti þess vegna átt góða siglingu á lokaspretti mótsins. 


mbl.is Langþráður sigur hjá Haukunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Haukum og flott hjá Fram. Þeir hafa lesið pistilinn þinn. Ertu annars búinn að sækja um starfið eins og ég lagði til að þú gerðir?

Hólímólí (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Já Haukarnir voru góðir og Framar eru nú alltaf líklegir svo sem, svo lengi sem þeir eru ekki yfir í hálfleik :) Það hefði nú verið gaman að sjá Selfoss vinna þennan leik samt, þar sem ég er nú gamall Sunnlendingur.

Mínir menn voru hins vegar ekki á skotskónum í gær :( Mikil vonbrigði að sjá KR-ingana bursta Valsara á heimavelli.

Davíð Oddsson, 24.8.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband