Sama trú og hjá fríkirkjunni.

Það á ekki að vera vandræðum háð í frjálsu landi að vera í því trúfélagi sem hver kýs eða þá utan trúfélaga.

Enn minni vandkvæði ættur að vera að ganga úr þjóðkirkjunni í einhvern af fríkirkjusöfnuðum landsins sem játa sömu evangelisku kristnina og þjóðkirkjusöfnuðirnir. 

Enda eru prestar þjóðkirkju og fríkirkjan gjaldgengir sitt á hvað og er séra Baldur Kristjánsson dæmi um prest sem var fríkirkjuprestur en fékk skipun í embætti í þjóðkirkjunni.

Dæmi eru líka um presta sem hafa verið þjóðkirkjuprestar en orðið fríkirkjuprestar. 

Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu en henni hefur verið hyglað á sumum sviðum um of á kostnað annarra trúfélaga. 

Helsta vandamál hennar er líkast til það að hún upphefji sig um of og líti of stórt á sig og leggi yfirlætislegan skilning í setninguna "...ég trúi á.....heilaga almenna kirkju..."í trúarjátningunni.

Þótt köllunin er heilög og háleit gildir hið sama um kirkjunnar menn og okkur öll að við erum ófullkomin og breysk. Þess vegna lagði Kristur svo mikið upp úr játningu, iðrun, yfirbót og fyrirgefningu. 

Ýmislegt sem sést hefur eða heyrst til kirkjunnar fólks, samanber sumt sem séra Baldur Kristjánsson segir frá í dag, sýnir að þetta er ósköp venjulegt fólk með kosti og galla af ýmsu tagi. 


mbl.is Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er sammála því að þjóðkirkjan gegni mikilvægu hlutverki í íslensku mannlífi. Því miður fer minna í dag fyrir jákvæðu fréttunum af þessari stofnun en þeim neikvæðu. Ljóst er að kirkjan þarf að iðrast og breytast og taka á brestum sínum. Prestar og aðrir þjónar kirkjunnar eru jú einfaldalega menn og menn eru breyskir. Sama á við um stjórnmálamenn. En menn eiga að læra af mistökum og gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að það endurtaki sig ekki.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sama fyrirhöfnin að skipta um trúfélag eins og að sskrá ig úr kirkjunni yfirleytt. Þú ferð niður í þjóðskrá í Borgrtúni og fyllir út eyðublað.  Þú getur líka sent bréf með þessari beiðni eða faxað þessu.

Ég hvet þá, sem vilja ekki láta raga sig í sama dilk og þetta apparat að drífa sig í þessu. Það skiptir máli.  

Ég vil svo bara minna á að Jesú var nú ekki göfgin ein. Það er kjaftasaga sem fólk trúir af því að það hefur alrei lesið bókina, né nennir því.  

Margir vilja halda að kjarninn í boðskapnum sé að elska náungan eins og sjálfan sig, sem er ekki slæmt, sért þú sjálfselskur að upplagi. Það kallar þó á lma þversögn eða dilemma, ef það er málið.

Hvernig skal kristinn maður elska sig og aðra á ssömu lund?  Jú það stenur skýrum stöfum í Lúkasi 14: 26.

26"Ef einhver kemur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn." 

Hann hnykkir á þessu í Mattheusi 10: 34-37:

34"Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

37Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður."

Annars er óþarfi að taka þetta hátíðlega því Jesús var alrei til. Það fyni hver maður út, sem nennti að lesa eitthvað utan guðsorðahjalsins um málið.  Meira að egja Páll Postuli kannast ekkert við þann karakter sem guðspjöllin lýsa og boðar einatt þvert á þann boðskap.

Guð forði mér annars að vera elskaður af kristinni manneskju í takti við skilyrta elsku hennar á sjálfri sér.

Nú er kominn tími til að leggja þennan misþroska  þykistuleik fullorðinna manna á hilluna.  Liggaliggaláið sem trúarbrögðin eru, heyra til tíma vanþekkingar og vanþroska. Við ættum að vita betur í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 00:32

3 Smámynd: Davíð Oddsson

Ég get allavega vitnað um það að það er ekkert mál að skipta yfir í óháða söfnuðinn. Það eina sem ég þurfti að gera var að segja jújú, þegar Pétur spurði mig hvort ég vildi ekki vera skráður hjá honum :)

Ég geri ráð fyrir að þetta sé svipað hjá öðrum söfnuðum.

Davíð Oddsson, 25.8.2010 kl. 20:01

4 identicon

"Annars er óþarfi að taka þetta hátíðlega því Jesús var alrei til"

Tja, í sagnfræði er hann almennt viðurkenndur sem söguleg persóna, og hans getið í mun fleiri ritum en testamentinu.

Annars finnst mér það sárast að það yfirsjáist hvað við eigum mikil menningarverðmæti í hinum smáu og gömlu sveitakirkjum. Styð þær frekar en hempuna, og prinsippið frekar en siðblinda meðvirkni....

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband