Kosið um allt annað en aðalmálið.

Gjaldþrot stóriðjustefnunnar er nú að byrjað að koma í ljós hvað Reykvíkinga snertir.  Í útvarpi lýsir sjálfur Alfreð Þorsteinsson hugarfari borgarstjórnar Reykjavíkur á þann hátt að kalla borgarfulltrúana fíkla hvað fjármál Orkuveitunnar snerti.

Ballið byrjaði fyrir alvöru á útmánuðum 2003 þegar borgarfulltrúar Samfylkingar klofnuðu um Kárahnjúkamálið og fulltrúar VG voru á móti. Þá hlupu fulltrúar stóriðjuflokkanna undir bagga til að koma upphafi þenslunnar og síðar Hrunsins af stað. 

Á Alþingi var því hafnað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkamálið og aðalmálið varð að koma af stað húsnæðislánasprengingu sem bjó til stóran hluta af eldsmat Hrunsins. 

Um orkumálin var ekki kosið í borgarstjórnarkosningunum 2002 og í kosningum 2006 var heldur ekki kosið um þá stefnu, sem fylgja ætti í þessum málum þótt fulltrúar F-listans reyndu að halda þessu máli á lofti og andstöðu sinni við stóriðjustefnuna. 

Fulltrúar VG töldu sig tilneydda á þessum árum að hafa Framsóknarmennina í R-listanum góða hvað snerti orkumálin svo að R-lista samstarfið héldist. 

REI-málið var lifandi afsprengi þessa hugarfars.  

Í kosningunum 2007 reyndi Íslandshreyfingin að gera stóriðjumálin að aðalmáli en allir aðrir flokkar lögðust á eitt síðustu virkurnar fyrir kosningar að gera þær að rifrildi um það hvernig ætti að eyða hinum tilbúna gróða gróðærisbólunnar. 

Í kosningunum í vor var enn einu sinni forðast að gera orkumál að kosningamáli og ekki kosið um þau, heldur var kosið um ísbjörn í Húsdýragarðinum, hvítflibbafangelsi í Arnarholti og skemmtilegt borgarstjóraefni, sem lofaði skemmtilegri borg og að hann myndi hygla vinum sínum á gagnsæjan hátt. 

Það hentaði engum að orkumálin kæmust upp á yfirborðið. 

Rómarkeisarar lögðu upp úr því að skaffa lýðnum brauð og leiki. Nú horfast fjármálafíklar borgarstjórnar í augu við brauðskort en tekst að tryggja leiki í formi flugeldasýningar í boði Vodafone.

Vísa í blogg mitt á eyjunni í dag um mál Helguvíkálversins og Orkuveitunnar.  

 


mbl.is Gjaldskrárhækkun ekki lokasvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég geri smáathugasemd við þessa sögulegu upprifjun. R-listinn var sprunginn fyrir kosningarnar 2006. VG bauð fram eitt og sér í fyrsta sinn og keyrði á stefnu sem gekk einmitt út á að stöðva útþenslu Orkuveitunnar.

Málefni OR voru einmitt mjög í sviðsljósinu í þessum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að tala sem mest um virkjanapólitíkina til að geta dregið fram glundroðakenninguna. Framsókn vildi auðvitað virkja sem mest. Samfylkingin hafði hins vegar tvær stefnur. Dofri Hermannsson var sendur á þá fundi þar sem vænlegt þótti að tala gegn stórframkvæmdum, en aðrir frambjóðendur slógu í og úr. VG og F-listinn voru svo á hinum kantinum.

Mér er reyndar til efs að nokkur einstakur málaflokkur hafi fengið meiri tíma í umræðuþáttum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 en einmitt OR-málið.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:54

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ómar sæll, var að lesa bloggið þitt á Eyjunni, skemmtilega framsett og skýrt þótt við séum ekki sammála í aðalatriðum. Tvennt vildi ég þó benda á, jafnvel gagnrýna og það er ekki rétt að tala um að fossar hafi verið þurrkaðir upp þegar þeir lenda undir uppistöðulónum virkjana svo sem í Hálslóni og við Blönduvirkjun. Það má segja að þeir séu blautari en nokkru sinni og að rétt sé að segja að þeim hafi verið sökkt eða að þeir hafi lent undir lóninu. Síðan að Helguvíkurálverinu. Var þeim ekki í sjálfsvald sett hvort hvort þeir byrjuðu framkvæmdir ?  Voru þeir ekki sjálfir að þrýsta á stjórnvöld og tryggja sér orku til versins með því og þannig að kæmust þeir fram fyrir álverið í Straumsvík með því að hefja þessar framkvæmdir upp á von og óvon? Á þeim tíma var alls óvíst um orkuöflun. 

Sigurður Ingólfsson, 25.8.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það lagðist strax illa í marga, - og mig þar á meðal - þegar umræðan um "arðgreiðslur" frá veitufyrirtækjum byrjaði  fyrir forgöngu R- lista.

Alfreð sagði að borgin hefði "hagað sér eins og dópisti" - og "á 10 árum hefði borgin sogað til sín 70 milljörðum af eigin fé OR"!!!

En var ekki Alfreð með í þessum ákvarnatökum um þessar "arðgreiðslur"...

Veitufyrirtæki áttu aldrei - og eiga ekki að "greiða arð til eigandans"....

nema í formi hagstæðs orkuverðs.

"Arðurinn" hlaut fyrr eða síðar að krefja gjaldskrárhækkana  hvaða meðalhálfviti hefði átt aðskilja þar - strax í upphafi

Peningum rignir ekki af himnum ofan.

70 milljarðar eru engin smá summa. Hvers konar djö.....rugl er  allt þetta OR mál....

ER ekki eðlilegt að "arðgreiðslunni" sé bara skilað til baka - t.d. 50% - svona til að byrja með  (35 milljarðar)

Ómar - það er "arðgreiðslustefnan" sem er þá að setja OR á hausinn - er það ekki eða ert þú með sundurliðað tekjuhlið OR - hvort tapið er vegna orkusölu til álvera - eða vegna þess að eigendurnir rændu OR að inna frá - það virðist víða í tísku

Svo var auðvitað fáránlegt að hafa ekki sér fyrirtæki um þessa orkuöflun fyrir Norðurál svo það gæti staðið sérstaklega til hliðar - þannig að skattborgarar Reykjavíkur væru ekki ábyrgir fyrir því ef eitthvað klúðraðist... 

Kristinn Pétursson, 26.8.2010 kl. 01:54

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fossaraðirnar í Kelduá og Jökulsá eru þurrkaðar upp með Kárahnjúkavirkjun því þeir lenda ekki undir lónunum, Kelduárlóni og Hálslóni. 

Vatnið er tekið af þessum fossum og því veitt inn í göng.  

Gljúfurleitarfoss, Dynkur og Hvanngiljafoss verða þurrkaðir upp með Norðlingaölduveitu þegar Þjórsá verður leidd fyrir ofan þá inn í göng yfir í Þórisvatn.

Enginn foss lenti undir Blöndulóni og aðeins fossarnir í Kringilsá lentu undir Hálslóni þegar þeim var drekkt í lóninu.

Ég sé raunar lítinn mun á því hvort fossum er drekkt eða þeir þurrrkaðir upp.

Sé líka lítinn mun á því hvort menn eru skotnir eða þeim drekkt.

Ómar Ragnarsson, 26.8.2010 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband