26.8.2010 | 10:49
Svipað og eftir Eyjagos.
Eftir gosið í Heimaey fannst flestum útlendingum þeir ekki hafa nýtt sér Íslandsferð sína vel nema fara þangað og skoða vettvang hamfaranna í "Pompei norðursins."
Enn í dag og um alla framtíð er þessi vettvangur eitt helsta aðdráttarafl Eyjanna og með batnandi samöngum þangað á að vera hægt að efla ferðaþjónustuna í Eyjum mjög.
Þær hafa reyndar eignast keppinaut uppi á landi þar sem er Eyjafjallajökull og svæðið umhverfis hann eins og ferð Svíakonungs og margra annarra merkra útlending er gott dæmi um.
Þessi tvö svæði er best að skoða sem heild og þá geta þau styrkt hvort annað þannig að enn meiri ástæða verður en nokkru sinni fyrr að skipuleggja ferð sína þannig að farið sé um bæði á landi og úti í Eyjum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.