25.1.2007 | 23:06
RÆÐUR MANNFÆÐIN ÚRSLITUM?
Í leik Íslands og Túnis í gær réði það úrslitum að Túnisarnir gátu ekki haldið uppi hraða sínum þegar líða tók á leikinn og þreytan sagði til sín. Það hefur verið vandi Íslendinga á svona mótum að afburðamennirnir okkar eru of fáir eins og skiljanlegt er með smáþjóð. Stórþjóðir á borð við Frakka eiga meiri breidd enda brillera Frakkarnir því meir sem leikjunum fjölgar. Á sama hátt og strákarnir okkar eiga mikið lof skilið fyrir frammistöðu sína verðum við að skilja þann vanda sem felst í því að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að krefjast af burðarásum liðsins leik eftir leik.
Þess meiri þakkir eiga þeir skilið fyrir það hvað þeir leggja sig fram og það er ósanngjarnt að við krefjumst þess af þeim að þeir séu einhver ofurmenni sem séu ónæm fyrir þreytu. Máltækið: "Enginn má við margnum" er grimmt.
Áfram, strákar! Þið hafið þegar sannað ykkur og við verðum stolt af ykkur, hvernig sem fer. ÞIð gerið ykkar besta og við lítum á allt sem er fram yfir það sem bónus.
Athugasemdir
Við styðjum þá í blíðu og stríðu.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 25.1.2007 kl. 23:38
Hjartanlega sammála. Ég var bara sáttur með að komast í keppnina seytjánda júní síðastliðinn, frakkaleikurinn núna um daginn var bara bónus á það.
steini (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:08
Aldrei að sætta sig við neitt annað en sigur, var gaman að heyra viðtal við Guðjón Val í hádegisfréttum RÚV ( held ég ) þar sem hann svaraði spurningum um þreytu. Alveg réttur hugsunarháttur á þeim bæ.
Svo getum við skoðað árangurinn í rólegheitunum þegar heim er komið, að vísu kunnum við íslendingar það ekki
Rúnar Haukur Ingimarsson, 26.1.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.