Lausungin hefndi sín að lokum.

Um áratuga skeið hefur myndast sú hefð hér á landi að einstakir ráðherrar séu svo miklir kóngar í ríki sínu að þeir geti valið sér hvað þeir bera fram á ríkisstjórnarfundum og hvað ekkii.

Þetta er tilkomið að hluta tll vegna ákveðinnar samtryggingar sem byggist á bandaríska málshættinum "ég klóra þér á bakin og þú klórar mér."

Samtrygging af þessu tagi eru líka nefnd hrossakaup og gilda oft um mikilvæg sem varða alla þjóðina alla en þingmenn þess kjördæmis sem er vettvangur málsins látnir ráða því til lykta í trausti þess að þeir muni gera hið sama gagnvart þingmönnum annarra kjördæma í gæluverkefnum þeirra. 

Einnig hefur orðið alsiða að oddvitum stjórnarflokka hafa komist upp með að ráða mikilsverðum málum til lykta án þess að ríkisstjórnin sem heild hafi verið upplýst um málið eða höfð með í ráðum. 

2003 komust tveir menn upp með það að taka afdrifaríka tímamótaákvörðun um þáttöku þjóðarinnar í ólöglegri innrás í fjarlægt land.

Í aðdraganda Hrunsins var ástandið þannig að þrír ráðherrar ásamt Seðlabankastjóra ráðskuðust með mikilvægasta málið, sem þjóðin hafði staðið fyrir um langt skeið og sniðgengu meira að segja eftir mætti þann ráðherra sem málið heyrði helst undir. 

Þetta er mjög íslenskt fyrirbæri því að hjá öðrum þjóðum tíðkast yfirleitt samábyrgð (collective) hjá ríkisstjórnum og ef einhver ráðherra gerir mistök lætur forsætisráðherrann hann fjúka.

Íslenska kerfið hafa stjórnmálamennirnir hér innleitt til þess að firra sig sjálfa ábyrgð eftir því sem því verður við komið. 

Þetta hefndi sín í Hruninu og í þessu efni þarf að taka upp ný vinnubrögð og nýjan hugsunarhátt. 


mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góð grein hjá þér Ómar. Hér á landi bera menn (yfirleitt) ekki ábyrgð á einu né neinu sem miður fer.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.9.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar Þorfinnur, það er með ólíkindum hvað við sem þjóðfélagsþegnar höfum látið svona lagað yfir okkur ganga, mér finnst við hér í Eyjum vera svolitlir kóngar, það er að segja erum við flest öll sjálfstæð, í þeirri merkingu að við viljum ráð öllu er viðkemur heimili, svo er það bara punktur, ekkert gerist hjá okkur hvað snertir þjóðina í heild sinni, okkur virðist vera alveg sama um allt þarna upp á landi( stærstu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum):-)

Ómar! Ég er svolítið hissa á því hvað verkalýðsforustan er slöpp, ég myndi halda að það væri þeirra að skipuleggja byltingu, ég allavega bíð alltaf eftir henni, ég er svo hissa hvað lýðurinn er rólegur og þolinmóður gagnvart spilltu banka og stjórnmálakerfi.

Það er engin flokkur í pólitíkinni hér á landi sem er með réttu stefnuskrána, það er að segja, stefnuskrá sem er fyrir okkur sem þjóð og það sem er berst fyrir ríkið í heild sinni, ég hef alltaf litið á ríkið sem þjónustustofnun við fólkið, en í dag er það öfugt, við erum þrælar ríkisins!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband