12.9.2010 | 16:03
Stalín er ekki lengur þar.
Fróðlegt er að kynna sér afstöðu bandamanna í garð Þjóðverja eftir seinni heimsstyrjöldina. Sovétmenn áttu svo ógnarlegra harma að hefna að efst í huga Stalíns var að gera Þýskaland að landbúnaðarlandi sem ætti ekki möguleika á að hervæðast að nýju.
Að þessu leyti var afstaða hans svipuð afstöðu Frakka í garð Þjóðverja í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, en hún snerist um það að koma í veg fyrir að Þýskaland gæti á ný orðið hernaðarlega sterkt.
Frakkar komu sínu fram og var það að miklu leyti á skjön við afstöðu Vilsons Bandaríkjaforseta. 14 punktar hans miðuðu að því leysa vandamál varðandi kröfur þjóðernisminnihluta um að fá sjálfstæði í eigin ríkjum. Íslendingar urðu meðal nýfrjálsra þjóða sem nutu góðs af þessu.
Versalasamningarnir fóru að miklu leyti á svig við þetta með sundurlimun Þýskalands og allt of háum stríðsskaðabótum sem gáfu nasistum að lokum byr undir báða vængi til að efna til framhaldsstríðs.
Vesturveldin vildu læra af þessari reynslu auk þess sem það hentaði þeir vel hernaðarlega að Vestur-Þýskaland yrði öflugur bandamaður þeirra í Kalda stríðinu.
Sovétmenn héldu Austur-Þjóðverjum niðrir á tvennan hátt. Annars vegar með því að hafa fjölmennt herlið í landinu og anda ofan í hálsmálið á austur-þýskum leppstjórnum.
En hins vegar með því að viðhalda þar hinu lamandi alræðiskerfi sem leiddi til þess að með Berlínamúrnum alræmda var landið gert líkt lokuðum þrælabúðum.
Efti að múrinn féll höfðu margir áhyggjur af því að austurhluti Þýskaland myndi halda áframa að standa að baki vesturhlutanum vegna þess að í vesturhlutanum eru miklu meiri auðlindir og iðnaður.
En nú er að koma í ljós að austurhlutinn er að spjara sig þrátt fyrir þetta.
Í austurhlutanum var fyrir ágætt mennta- og velferðarkerfi og aðalverkefnið var að lappa upp á lélegt samgöngukerfi og mannvirki sem höfðu drabbast niður.
Landsframleiðsla í A-Þýskalandi hefur tvöfaldast á 20 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.