12.9.2010 | 19:49
Samfelld hrunleið frá 2002.
Aðdraganda Hrunsins má rekja samfellt frá 2002 til 2008. Þá var mörkuð sú glæfrastefna skammtímahugsunar, oflætis og græðgi sem stigmagnaðist, allt frá Kárahnjúkum og íbúðalánakerfinu í upphafi til bankahrunsins mikla.
Nær samfellt allan þennan tíma fékk þjóðin ekki að vita um fjölmörg mikilvæg atriði málsins, aðalatriði hrikalegrar orkustefnu og bankastefnu, sem hvort tveggja byggðust á glórulausum órum.
Það er út af fyrir sig rétt hjá Sturlu Böðvarssyni að þessi glýja var slík vorið 2007 að í kosningabaráttunni tókst stjórnmálaflokkunum að beina henni á síðustu vikunum að kapphlaupi og yfirboðum varðandi það hvernig ættia að verja hinu tílbúna og að mestu leyti innistæðulausa fjármagni sem "gróðærið" skapaði.
Vegna þess að brot í ráðherrastarfi fyrnast á þremur árum er erfitt að nota gölluð lög um Landsdóm til þess að hreinsa þau mál.
Ég minnist þess hvað mér fundust ákvæðin um Landsdóm skrýtin þegar ég var við nám í lagadeild H.Í. á sjötta áratugnum, einkum hvað varðaði það að stjórmálamennirnir sjálfir ættu þar að vera ákærendur og að meginreglur í réttarfari giltu þar ekki, heldur þessi sérkennilegu og forneskjulegu ákvæði.
Við sitjum hins vegar uppi með lög um Landsdóm í stjórnarskránni og þar með að Alþingi þurfi að ákveða hvort ákært verði.
Huga þarf vel að því hvernig lögin um Landsdóm koma út gagnvart alþjóðlegum lagareglum um réttarfar og mannréttindi því að miklu varðar að þetta mál sé rekið þannig að það verði ekki viðbót við ýmislegt annað sem hefur orðið okkur til minnkunar á alþjóðavettvangi.
Töldu stöðuna sterka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar þú segir ekki fá því að hrunleiðin er enn núna árið 2010 sama sukkið nema nú eru það skilanefndir sem sukka og stela ásamt því að hygla sínum mönnum gera það sem þeim sýnist og stjórnvöld sitja hjá eins og firri daginn með sama áframhaldi stefnum við í annað hrun og nú mun stærra en það fyrra því að búið er að yfirfæra skuldir gömlu bankana yfir á almenning en ekki hægt að gera það aftur því er seinna hrunið mun verra en það fyrra!
Ps. Hvernig værir að þú svaraðir mér það er eins og ég tali við steinvegg þegar ég blogga á móti þér Ómar eða ertu og góður með þig til að svara litla manninum á Endanum.
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 20:01
Sæll Ómar.
Takk fyrir þáttinn með Sigurlaugu áðan. Þú ert að mínum dómi einn fjölhæfasti maður sem Ísland hefur alið.
Ljómandi skemmtilegt viðtal eins og þín var von og vísa. Þó að þú sért að verða sjötugur þá leiftrar enn af þér lífsorkan og krafturinn. Ég er alveg sammála Svavari heitnum Gests þegar hann sagði að þú hefðir orðið heimsfrægur ef þú hefðir fæðst í Bretlandi eða Bandaríkjunum.
Bestu kveðjur,
Benjamín Baldursson
Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit
Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:53
Ég hef marglýst yfir þeirri skoðun minni, Sigurður, að því miður hefur allt of lítið breyst til hins betra og það sem hefur versnað er mun alvarlegra mál en það sem gerðist í Hruninu.
Einkum er ég áhyggjufyllri en nokkru sinni fyrr um örlög íslenskra náttúruverðmæta, því að nú á að afsaka það að fórna þeim með því að neyð Hrunsins krefjist þess.
Ég sé það þannig að fyrst að það mistókst að tífalda bankakerfið á nokkrum árum, þá verðí hægt að bæta það upp með því að tífalda jarðvarmavirkjanir á nokkrum árum.
Að lokum þetta, minn kæri Sigurður: Það er enginn "litli maður á endanum", - við erum öll jöfn fyrir Guði.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2010 kl. 22:25
Kærar þakkir Ómar Ragnarsson þú ert maður að mínu skapi og varðandi virkjanir til að kosta hrunið og afsaka bankakerfið þá mun ég standa með þér í að vernda náttúruna eins og hún er af fremsta megni! Lifi lýðræðið Sigurður Haraldsson Fellsenda Þingeyjarsveit.
Sigurður Haraldsson, 12.9.2010 kl. 22:32
Ómar, í staðinn fyrir að virkja, ætti að gefa handfæraveiðar frjálsar.
Þúsundir Íslendinga í sömu sporum og Sigurður bóndi, gætu þá
búið sér sjálfir til skemmtileg og vel launuð störf.
Aðalsteinn Agnarsson, 12.9.2010 kl. 22:56
Það sem Aðalsteinn er að vitna í er blogg mitt á eyjunni nú rétt áðan undir heitinu "Andri Snær og Sigurður bóndi."
Ómar Ragnarsson, 12.9.2010 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.