MISSKILNINGUR UM MIG OG FRJÁLSLYNDA

Ég sé í Fréttablaðinu í dag að menn skilja ummæli mín um Frjálslynda flokkinn á þann veg að ég hafi sérstakan hug á því að ganga til liðs við hann. Er þá vitnað í þau ummæli að ég muni bíða fram yfir landsþing hans með að meta hvernig kraftar mínir nýtist best í baráttu náttúruverndarfólks. En þetta er misskilningur, - höfuðástæðan er einföld og sambærileg við það að á leikvelli séu að safnast fyrir þeir sem þar muni keppa en það vanti samt bæði suma keppendur og einnig upplýsingar um það hvar þeir muni verða og hvernig þeir muni spila á vellinum ef til kemur. Það skiptir máli fyrir alla. 

Ég orðaði það svo í viðtalinu sem vitnað er í að ég vildi ekki taka ákvörðun fyrr en hið pólitíska landslag sæist ALLT betur en nú er. Svo einfalt er það. Ég hjó eftir því að fréttamenn sem fjölluðu um setningarræðu Guðjóns Arnars töldu upp ýmis mál sem hann talaði um en minntust ekki á að hann hefði talað um umhverfismál. En það skiptir máli, bæði fyrir Frjálslynda flokkinn og ekki síður aðra flokka og umhverfisverndarfólk hvað verður uppi á teningnum hjá flokknum í þeim málum sem öðrum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott hjá þér Ómar. Flýttu þér bara hægt því þú ert pólitísku öflunum meira virði en þau eru þér. Nota einnig tækifærið og þakka þér þitt frábæra og óeigingjarna starf fyrir náttúru Íslands.

Hólmgeir Karlsson, 26.1.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa allt sem þú hefur skrifað hér og ég hef bara ekki getað séð það að þú ætlir að "bjóða þig fram"...

Eina sem ég finn er það að þú vaktir mig til umhugsunar... takk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flott hjá þér..

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir útskýringuna. Mér stóð hreinlega ekki á sama þegar ég las þetta í Fréttablaðinu.

Heiða B. Heiðars, 26.1.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég er sammála þér Ómar, umhverfisvernd og vitund þarf að vera til staðar hjá öllum flokkunum ef við eigum að geta upplifað alvöru stefnubreytingu gagnvart stóriðju og umhverfisvernd í verki.

Birgitta Jónsdóttir, 27.1.2007 kl. 06:39

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er auðvitað rétt hjá þér að tæknilega er hægt að koma jarðhitavirkjunum mun betur fyrir en gert er. Til dæmis er mikill munur á því hvort vegur er ruddur í gegnum hraun með ýtu eða hvort lagt er efni í veginn ofan á hraunið á þann hátt að hægt verði að fjarlægja veginn og láta hraunið koma í ljós ef menn kjósa það síðar. Ef rutt er með ýtu er hins vegar aldrei hægt að búa til hraunið aftur eins og það var.

En raunveruleikinn á Íslandi er annar: Mér er kunnugt um að það kostar ekki mikið að leggja gufuleiðslurnar í Hellisheiðarvirkjun í jörðu en orkuverðið er bara svo lágt og arðurinn þar af leiðandi svo lítill að það er ekki hægt.

Það er ekki hægt að hækka orkuverðið vegna þess að þá fara fyrirtækin bara annað með starfsemina, samanber hótanir Alcan í Hafnarfirði. Við keppum um orkusölu við fátæku löndin í þriðja heiminum og auglýstum líka á sínum tíma í sérstökum bæklingi sem sendur var stóriðjufyrirtækjum út um allan heim:  "Lægsta orkuverð og sveigjanlegt umhverfismat."

Þetta er dapurlegt, Kristinn, en ég segi eins og Jón Ársæll: Svona er Ísland í dag.  

Ómar Ragnarsson, 28.1.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband