Kom sér samt einu sinni vel.

Í fámenninu hér á klakanum hefur það lengi verið lenska að gera lítið með formfestu, aga og reglu. Þvert á móti hafa þessi þrjú orð lengst af haft á sér neikvæðan blæ í hugum okkar.

Nú hefur aðdragandi Hrunsins sýnt okkur hve hin íslenska lausung getur leikið okkur grátt þegar um stór, umfangsmikil og erfið mál er að ræða. 

Aðeins einu sinni hefur það þó gerst að það gagnaðist okkur Íslendingum vel hvað við vorumn opnir, jákvæðir, lítt formfastir og jafnvel "frumstæðir" á þessu sviði. 

Það var í aðdraganda og undirbúningi leiðtogafundarins fræga í Höfða árið 1986 þegar Íslendingum tókst á aðeins fáum dögum að leysa flókið, viðkvæmt og afar erfitt verkefni sem þeir höfðu litla reynslu í að leysa. 

Jafnvel sjálfir Svisslendingar, sem hafa einna lengsta reynslu þjóða af því að halda utan um stóra alþjóðlega viðburði, sögðu að vafasamt væri að þeir hefðu getað leyst þetta af hendi á þeim stutta tíma sem gafst. 

Kannski varð þetta og fleira í svipuðum dúr undir formerkjunum "þetta reddast einhvern veginn" til þess að við héldum að þetta væri alltaf æskilegt í stað þess að líta á það sem undantekningu frá reglunni.

Því að lausung, ómarkviss og frumstæð vinnubrögð geta nefnilega tafið fyrir því að mál séu leyst og jafnvel komið í veg fyrir að skásta leiðin sé farin eins og raunin varð á eftir að hafin var sú vegferð árið 2002 sem leiddi af sér Hrunið sex árum seinna. 


mbl.is Frumstæð vinnubrögð komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Er ekki bara málið að vita hvenær eigi að nota svona aflahrotuvinnubrögð?

Jón Ragnarsson, 15.9.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband