Kettirnir og heiti grauturinn.

Fyrirsjáanlegt var að alþingismenn ættu erfitt með að taka á því sjóðheita máli sem Landsdómsmálið er og að það yrði mjög persónubundið, hvernig hver og einn tæki á því.

Af allri atburðarásinni má ráða undirliggjandi löngun margra þingmanna til þess að þessi kaleikur verði frá þinginu tekinn, helst þannig að eitthvað gerist sem drepi málinu á dreif án þess að viðkomandi þingmaður geti kennt sjálfum sér um það. 

Sjóðheitur grautur getur verið varasamur og forsætisráðherra hefur áður talað um að það sé líkt og að smala köttum að fá þingmeirihluta fyrir sumum málum. 

Nú hafa bæst við margir kettir á þingi sem eiga erfitt með að nálgast hinn heita graut Landsdómsmálsins heldur ganga í kringum hann í anda máltækisins, - eins og kettir í kringum heitan graut. 


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband