Flytja sig fra umferdinni.

Fyrst vil eg bidjast afsokunar ä letrinu.  Kemst ekki i tolvusamband med islensku letri thar sem eg er.

Adur var kjorlendi hreindyranna Hjalladalur, Hals og Kringilsarrani. Drekking dalsins og framkvaemdir vid Karahnjuka hrakti megnid af theim ut ä Fljotsdalsheidi.

Nu hafa thau fundid kyrrara svaedi austar og hafa flutt sig thangad morg hver.

Hlynandi loftslag ar eftir ar veldur thvi ad thau komast betur af en adur fyrr og geta nytt ser thad.


mbl.is Hreindýrin héldu sig austar en undanfarin ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar minn, þurftirðu nú að koma því að að þetta væri Kárahnjúkavirkjun að kenna

Áhrif lónsins hefur lítil áhrif og þetta "kjörlendi í Kringilsárrana", sem þú kallar svo, er agnarsmátt svæði, eða lítil tota úr neðsta hluta Kringilsárrana.

Nei Ómar minn og aðrir þeir sem barist hafa hvað harðast gegn mestu framförum á landsbyggðinni í sögu þjóðarinnar; Hreindýra og gæsastofninn er við ágæta heilsu á Austurlandi, þrátt fyrir hroðalega spádóma ykkar þar að lútandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 09:51

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kjaftæði, hreindýr fara upp í ríkjandi vindátt því lyktin af fæðunni ræður för auk þess sem umferð er orðin sáralítil og sáralitlar framkvæmdir aðrar en frágangsvinna sem er að ljúka.

Er búin að vera meira og minna upp á Kárahnjúkasvæðinu frá 2005 og hef starfað við frágang síðastliðin þrjú ár, spurning hver gengur frá eftir þín ummerki á hálendinu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.9.2010 kl. 10:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þau vor sem ég fór yfir þetta svæði á vorin fyrir virkjun voru flest hreindýr á Hálsinum, sem sökkt var.  En sem betur fer hefur hlýnandi loftslag bætt upp þennan missi á kjörlendi

Ómar Ragnarsson, 23.9.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband