23.9.2010 | 19:20
Vinyllinn er bestur.
Rafeindatæknibúnaður jarðarbúa er að vísu stórkostlegt undur og fullkomið meðan allt leikur í lyndi.
En hann er afar viðkvæmur fyrir truflunum í segulsviði að ekki sé minnst á fyrirbærir "magnetic pulse" sem fylgir kjarnorkusprengingum.
Á tímabili óttuðust Bandaríkjamenn það mjög að Rússar myndu fara betur út úr kjarnorkustríði en Kanar vegna þess að þá notuðu Rússar enn gömul lampatæki í stórum stíl en Kanar voru farnir út í tölvutæknina.
Um þessar mundir er ég að reyna að bjarga myndböndum og hljóðböndum, sem tekin voru upp fyrir aldarfjórðungi.
Er það mjög erfitt því að böndin eru þegar farin að eyðileggjast við það að klístrast smátt og smátt saman í kyrrstöðu geymslunnar.
Ef hljóðið hefði verið tekið upp á vinylplötur hefði engar áhyggjur þurft að hafa. Enn hefur ekkert öruggara geymsluform fundist hvað snertir varðveislu hljóðritana.
Jörðin er í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það er rétt að vínyllinn er góður til geymslu. Verst hvað hann er viðkvæmur fyrir rispum...
Sigurjón, 24.9.2010 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.