1964, 1965 og 1990.

Það hefur áður blásið á móti í viðleitni manna til að ná fram lausn í kjaramálum.

Vorið 1964 "ríkti frost" í samskiptum verkalýðssamtakanna og þáverandi ríkisstjórnar svo notað sé orðalag frétta um ástandið nú. 

Eftir langt allsherjarverkfall 1961 þar sem laun hækkuðu um 13% felldi ríkisstjórnin einfaldlega gengið um 13% !

Á vordögum 1964 myndaðist trúnaðarsamband milli Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar, og í kjölfarið tókst svonefnd júnísamkomulag. 

Ég minnist stjórnmálasyrpu sem ég söng á skemmtunum á vordögum 1965 þar sem ég spáði öðru júnísamkomulagi í hálfkæringi í háðútgáfu af barnalaginu bimbam, bimbam þar sem samskipti stjórnmálamanna voru sýnd í því ljósi hve barnaleg þau gætu oft orðið.

Og viti menn: Þeir gerðu annað júnísamkomulag ! Þetta var þá hægt eftir allt saman. 

1990 er merkisár í sögu íslenskra kjara- og efnahagsmála. Þá sat ríkisstjórn sem hafði einhvern veikasta þingmeirihluta sögunnar á þingi og enn einu sinni stefndi allt í þrot eins og jafnan allar götur frá upphafi óviðráðanlegrar verðbólgu árið 1942. 

Þá risu þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Einar Oddur Kristjánsson upp úr hjólfari skotgrafahernaðarins og tókst með hjálp góðra manna og atbeina ríkisstjórnar að stöðva það sem áður hefði verið óviðráðanlegt böl íslenskra efnahagsmála í nær hálfa öld. 

Skýringin á þessu er flókin, en meðal annars má nefna aukna skuldsetningu heimilanna, sem gerði verkföll erfiðari en fyrr. 

 


mbl.is Sjá bara eina og illfæra leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

 ég óska þér Ómar  til hamingju með afmælið og benda þér á, að  það þurfti að beita brögðum til að fá Guðmund til að taka þátt í  samningagerðinni 1990. Það veit ég allt um, vegna þess að ég var þátttakandi í þessari samningsgerð frá upphafi til enda. Ekki er neitt að marka sagnaritun stéttarfélaganna hvað þetta varðar.  Sá sem var arkitektinn að þessu öllu saman var Ásmundur nokkur Stefánsson. Þetta samnings-ferli byrjaði allt 1986 og 1987 og náði ákveðnu hámarki 1990. Það var Ásmundur sem undir-bjó einnig jarðveginn á mörgum árum. Staðreyndin er reyndar sú, að með bráðbirðarlögum settum í maí 1983 á laun er áttu að hækka um 25% samkvæmt samningum og á starfsemi banka sem þá voru í enn einu strandinu. Lögin hváðu á um að laun hækkuðu um 5% og vextir í bönkum voru tvöfaldaðir. Síðan var eftir þetta bannað vísutölutryggja laun samkvæmt kjarasamningum. En allir aðrir samningar í þjóðfélaginu máttu vera verðtryggðir og miðaðir við t.d. neysluvísitölu eins og vextir t.d.  

Kristbjörn Árnason, 25.9.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband