Mikið flot í stórum hjólbörðum.

Þegar ekið er yfir á á jeppa myndast lyftikraftur vatnsins í ánni á tvennan hátt.

Í fyrsta lagi virkar lyftikrafturinn undir gólfið þegar vatnið fer hærra en það og nær upp á miðjar hurðir. 

Meira að segja myndast flotkraftur þegar gírkassar og drifbúnaður fer á kaf. 

Í gamla daga sáu menn við þessu með því að sitja í bússum í sætunum og opna dyrnar svo að vatn fengi að flæða inn í bílinn svo að hús hans virkaði ekki lengur eins og bátur. 

En síðan er annað fyrirbæri sem er lúmskara, en það er hinn mikli flotkraftur í stórum jeppadekkjum.

44 tommu dekk er 1,12 metrar í þvermál og hálfur metri á breidd. Einfalt reiknisdæmi sýnir að fjögur slík dekk mynda lyftikraft upp á tæpt tonn samtals ef þau fara alveg á kaf.

Bílstjóri á slíkum jeppa á möguleika á að nota hið gamla ráð að hleypa vatni inn í bílinn til að minnka flotkraft gólfsins á bílnum en hann á ekkert ráð við flotkrafti dekkjanna nema að hleypa lofti úr þeim og minnka þannig rúmmál þeirra að hluta, en þá lækkar bara bíllinn sem því nemur og tekur á sig meiri straum.

Oftrú á getu jeppa á stórum dekkjum olli slysi á hálendinu fyrir tveimur áratugum sem færði mönnum dýrmætan lærdóm í þessu efni.


mbl.is 125 strandaðir í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Á móti kemur að bíll á 44 Tommum, er hærri, og þar af leiðir að flotkraftur myndast seinna af ,,gírkassa og drifbúnaði". Einnig fer yfirbyggingin seinna í kaf en á bílum með ,,venjuleg dekk".

Lausnin væri kannski 44 tommu eða stærri ,,skífur", þ.e. mjó dekk, sem fljóta síður.

Í ám eins og Krossá, er hættan mest, þegar vatn nær langt uppá hliðar bílsins, með auknu floti vegna yfirbyggingar, þá ýtir áin afturenda (léttari og meiri fyrirstaða) undan straumi, og bíllinn endar með framendann uppí strauminn, ,,game over" !

Það má spyrja sig hvort er betra í eins metra djúpu vatni, (sem er sennilega meðal dýpt í Krossá)

3 Tonna bíll, á 44 tommum, með 80 sentímetra undir grind. Eða 2,5 tonna bíll á ,,venjulegum" dekkjum (75 Cm.) með 30 sentímetra undir grind.

Í fyrra dæminu er lyftikraftur dekkjanna mun minna en 1 tonn, því þau eru ekki öll í kafi, og yfirbyggingin er 20 sentímetra í kafi, á móti kemur betra grip á stóru dekkjunum, meiri drifkraftur og minna átak af straumnum.

Í því seinna eru dekkin alveg í kafi, og 70 sentímetrar af yfirbyggingunni (lyftikraftur !), einnig er mun minna grip á njóu dekkjunum. Það er einnig spurning um loftinntak vélar ofl.

Ég held, miðað við mína reynslu, að ég myndi kjósa stóra bílinn.

En auðvitað eiga allir bílar sín takmörk, og það er það sem mestu máli skiftir, og það er góður bílstjóri, sem virðir sín og bílsins takmörk.

En Ómar, hvaða slys var þetta, fyrir tveimur áratugum ?

Börkur Hrólfsson, 27.9.2010 kl. 11:46

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Annað, sem ég gleymdi að spyrja,

Þegar þú reiknaðir flotkraft 44 tommu dekkja, reiknaðir þú þá með eigin þyngd dekkjanna ? Og í flestum tilfellum þyngri fjöðrunarbúnaður. Það eru þessi auka 500 hundruð kíló, sem er þyngdarmunurinn á bílunum, sem ég nefndi hér að ofan. Þetta gæti skekkt þessa útreikninga töluvert.

Börkur Hrólfsson, 27.9.2010 kl. 11:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Slysið varð við Bergvatnskvísl norðan Hofsjökuls. Ég er ekki að segja að bílarnir á stóru dekkjunum séu ekki öflugri en óbreyttir bílar, aðeins að minna á að það má ekki oftreysta þeim né gleyma að reikna með flotkrafti dekkjanna stóru.

Ómar Ragnarsson, 27.9.2010 kl. 13:39

4 identicon

Hér er frétt um þetta hörmulega slys.
Morgunblaðið 12. júní 1989

Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband