27.9.2010 | 13:35
Afturför um hundrað ár.
Fyrir tæpri öld var landlægur á Íslandi óþrifnaður í formi notkunar neftóbaks og munntóbaks.
Þegar leið á öldina fór þessu að linna en sígarettureykingar jukust í staðinn.
Ádrepa Halldórs Laxness í Alþýðubókinni og annað í þeim dúr gerði þessa tóbaksnotkun ekki eins fína og áður hafði verið heldur þvert á móti frekar hallærislega enda fylgdi þessu oft nokkur óþrifnaður.
Nú er eins og að sæki í svipað ástand og var fyrir hundarð árum og annar Laxness muni kannski spretta upp og taka málið til umfjöllunar á eftirminnilegan hátt.
Það er stundum sagt að sagan gangi í hringi. Svo virðist vera í þessu efni.
20% stráka taka í vörina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var að hætta að reykja núna í dag, ekki skemmtilegur dagur :)
En bönn á einni tegund af fíkniefni mun auka neyslu á öðrum efnum.
Segjum sem svo að fíkniefnalögreglan upprætti kannabis á íslandi, þá færu flestir í annað efni, eins og amfetamín eða annað; Lögreglan búin að gera sjálfa sig að gateway "drug", og faktískt ýta fólki út í önnur og sterkari efni.
Alveg eins og banna með að reykja kallar eftir annarri útfærslu á því að taka efnið inn
Má ég stinga upp á nýju mottói: 4 flokkalaust ísland árið 2011.
Ta da
doctore (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:57
Af tvennu illu er neftópakið margfalt skárra en reykingar. Ég tala af reynslu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 16:14
Tek undir með Gunnari, enda ekki að mæla með reykingum. Finnst hins vegar skondið ef næstum 90 ára gömul ádrepa Laxness fer að verða tímabær.
Ómar Ragnarsson, 27.9.2010 kl. 20:04
Ómar er þú ekki sérfræðingur í sparakstri. Ef þú gætir væri gaman ef þú gætir gert færslu um aðferðina og kosti þess.
Kv
Sigurður Ingi (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 22:31
það er nú misskilningur að munntóbak sé skárra en sígarettur. Það er jú vond lykt af sígarettunum en rannsóknir hafa sýnt að það getur verið allt að þrisvar sinnum meira af krabbameinsvaldandi efnum í munntóbaki en sígarettum og allt að fjórfalt meira magn af nikotíni.
Vísa ég hér í landlæknisembætti: ,,Munntóbak er langt frá því að vera skaðlaust. Í því eru a.m.k. 28 þekktir krabbameinsvaldar og sumir í mun meira magni í munntóbaki en reyktóbaki. Sá sem notar 10 gr. af munntóbaki á dag fær t.d. allt að þrefalt meira af ákveðnum krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir 1 pakka af sígarettum á dag."
,,Nikótín er það sem veldur fíkn í tóbak og það er í allt að ferfalt meira magni í munntóbaki en sígarettum."
http://www.landlaeknir.is/Pages/499
Þessar sömu upplýsingar er hægt að finna í ýmsum rannsóknum sem gerðar hafa verið á munntóbaki. Ég er að vísu ekki sjálf með heimildirnar en einn samnemandi minn gerði drög að rannsókn á þessu í fagi í Háskóla Íslands og flutti fyrir okkur hin afar áhugaverðan fyrirlestur um málið.
En ekki það að ég sé að mæla með því að reykja frekar, enda mikill ósiður, en það þarf að leiðrétta þennan misskilning sem fylgir munntóbakinu. Enda sjáum við þennan misskilning í þessum tölum sem mbl segir frá.
Það eru enn fleiri upplýsingar á síðunni sem ég setti hér inn að ofan sem ætti að upplýsa fólk aðeins.
Alda (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 23:02
Rannsóknir sýna að krabbamein er mun fátíðara hjá nef og munntóbaksfólki en reykingafólki. Auk þess eru öndunarfærasjúkdómar mun alvarlegri en þeir kvillar sem fylgja nef og munn...
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.