29.9.2010 | 23:29
Óendanlega margar tvíburajarðir.
Tíminn, eilífðin og alheimurinn eru óendanleg og af því leiðir að til eru óendanlega margar reikistjörnur svipaðar jörðinni.
Það skaðar síðan ekki að finna eina og eina í rólegheitum næstu aldirnar ef mannkyninu tekst að viðhalda sér og lífinu á þessari jörð í stað þess að eyða því í kjarnorkustyrjöld.
Lífvænleg reikistjarna fundin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, já ég held að það séu til fleiri jarð reikistjörnur en okkar, og ef líf þessum viðkomandi plánetum hefur þrófast með svipuðum hætti og hér hjá okkur (sem væri en merkilegra en að finna plánetu með bara einhverju lífi á. þ.e með mannfolki eins og okkur), þá vona ég að viðkomandi Jarðarbúum beri gæfa til að vernda eigð lífriki einsog okkur tegst vonadi að gera um ókomna framtíð. Og að fyrstu kinni milli okkar og þeirra verði vinsamlegri en þegar Columbus fann Ameríku. Því að mér þykir það persónulega of ótrúlegt ef það hefur aðeins hveiknað líf á einni plánetu, miðað við það hversu óendanlega stór alheimurinn virðist vera.
Kristján (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 01:12
Auðvitað er til líf á öðrum stöðum um allan heim... en hvort alheimurinn sé óendanlegur og tíminn líka, það er allt önnur ella.
Hvað gera trúarbrögðin þegar við finnum líf á öðrum stöðum... þau geta reynt að beygla sig áfram með lygasögurnar... en það mun ekki ganga upp.
Vonumst eftir öðrum geimverum, vinsamlegum eða ekki; Það mun þroska okkur mennina upp úr því að vera bara apar í fötum(Flest okkar)
doctore (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 10:12
doctore....auðvitað er til líf á öðrum stöðum um allan heim. Þetta er djörf fullyrðing.
Hinsvegar ættu menn að varast að tala um óendanleikann, því þar lenda menn fljótt á villigötu. Fyrir stóra hvell (big bang) var ekkert rúm, enginn tími. Ekkert. Og að alheimurinn sé óendanlegur er rangt, þó hann virðist enn þenjast út. En það gæti snúið við og endað með stóru samhruni. Big chrunch. En Ómar þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Þá verður blessuð sólin okkar löngu útbrunnin, eildsneytið á þrotum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 12:42
Ef vegalengdin er 20 ljósár, hvað erum við þá lengi á leiðinni , fram og til baka, ef við förum með 60.000 km. hraða á tímann? Bara forvitni.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:33
3.504.000 ár, reiknast mér.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 14:56
Þetta var ekki rétt hjá mér. Við yrðum 720 milljón ár á leiðinni, fram og til baka.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:45
Ef við værum ein í alheiminum þá væri það ótrúleg sóun á plássi..
JB (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.