1.10.2010 | 09:17
Viðsjárverðir tímar.
Líklegast horfum við nú fram á róstusaman vetur. Þegar kreppa ríkir í þjóðfélaginu eins og til dæmis var á kreppuárunum á fjórða áratugnum má búast við ýmsu.
Á þeim áratug kom í ljós að jafnvel grónar menningarþjóðir gátu hugsað sér ótrúlegustu breytingar.
Í bloggi mínu á eyjunni tek ég sem dæmi að aðeins ein eftirgjöf skulda, sem upplýst var um í Kastljósi í gærkvöldi til handa fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar nemur 2600 milljónum króna, en í aðdraganda þess höfðu eigendur fyrirtækisins skammtað sér 600 milljónir króna í arð !
Ef þessum 3200 milljónum er skipt í 320 hluta verður útkoman 10 milljónir króna. Líkast til myndi 10 milljóna króna aukaeftirgjöf á skuldum 320 heimila geta afstýrt að um þúsund íbúar þessara heimila verði bornir út á næstu vikum.
Þegar fólk sér svona dæmi blasa við og veit að þetta er aðeins eitt af mörgum skal engan undra að sitthvað geti gerst í stjórnmálum hér á landi.
Ofan á þetta bætast við órói og úlfúð á Alþingi, sem ekki var á bætandi.
Þetta er ískyggilegt í meira lagi og enginn veit hvort komandi vetur verður eitthvað líkur vetrinum 2008 til 2009.
Skíthræddir við nýtt framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er tilbúinn í allt, er búinn að fá nóg.
Ég spái borgarastyrjöld í vetur, sem ég mun taka þátt í.
doctore (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 13:14
Þetta er ótrúleg ósvífni hversu þegnunum er mismunað. Bönkunum var rænt öðru sinni eftir hrunið, fyrirtæki eru keyrð í þrot vísvitandi til þess að koma þeim aftur í hendurnar á vinum og vandamönnum.
Svona er viðskiptasiðferðið á Íslandi og dugði ekki eitt bankahrun til. Spillingin virðist vera rótgróin inn í kerfið. Hvar er grátkór Sjálfstæðisflokksins núna sem áður hyllti Davíð foringja sinn? Á þeim bæ virðist aðeins forysta flokksins vera þeim kær og enginn ber ábyrgð. Svo vilja þessir sömu grátkórmenn nýjar kosningar til að stoppa hreingerningu vinstri stjórnarinnar sem þó hefur gert takmarkað gagn sbr. spillinguna í bönkunum.
Hefurðu heyrt Ómar hvort Landsvirkjun hafi létt leyndinni af hvernig tekjur fyrirtækisins skiptast milli almenningsveitna og stóriðju? Sendi fyrirspurn til Landsvirkjunar nú á dögunum en er ekki búinn að fá svar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.10.2010 kl. 14:01
Þetta verður erfitt ár og maður kvíður fyrir því
Ari Jósepsson, 1.10.2010 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.